Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Vonandi fær tillaga sáttasemjara góðan hljómgrunn.

Það er ekki hægt fyrir aðrar stéttir nema þá helst lögregluna að nota þessa samninga ljósmæðra sem viðmiðun á prosentu hækkun launa.Komi til almennra launahækkanna fer verðbólgan upp úr öllu valdi.Nú ætti  ríkisstjórnina að lækka tekjuskatt,hækka skattleysismörk og vaxtabætur verulega og tekið verði á vaxtaokri banka og verðlagseftirlit hert o.fl.þarf að skoða.

Ríkisstjórnin hefur nánast ekkert lagt til málanna ,núna er komið að henni að opna pyngjuna það hafa launþegar ítrekað gert í þeirri óðaverðbólgu sem nú ríkir.Ríkisstjórnin hefur aðeins einu sinni á s.l.átta árum náð að standa við samninsbundna verðbólguáætlun 2  1/2 %.Mér finnst afar lítið fjallað um þessi mál  meðal bloggara,sem eru þó í reynd okkar stærstu vandamál í dag.


mbl.is Verkfalli aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsendur fyrir notkun króunnar horfnar - staðan versnar stöugt.

Forsenda krónunnar og peningamálastjórnunar eru horfnar.Aðild að ESB og upptaka evru virðist besti valkosturinn í stöðunni.Yfirlýsing um aðildarumsókn hefur þegar áhrif á mörkuðunum,en heildarferlið getur tekið 3 - 4 ár.Þjóðin ræður með þjóðaratkvæðagreiðslu .Þá er rétt að að geta þess að fortakslaus einhliða uppsagnarréttur í 50 grein Lissabonssáttmálans tryggir fullkomlega fullveldisrétt þjóðarinnar.

Við þurfum hins vegar strax nýjan gjaldeyrir og því verða umræður við ESB að fara sem allra fyrst í gang.Það er ljóst ef ekkert verður að gert munum við missa fjölda fyrirtækja úr landi og hér verði mikið atvinnuleysi og fólksflótti.


Afnema ber frjálst gengi krónunnar ,þar til þjóðin hefur fengið nýjan gjaldmiðil.

Þá þarf að takmarka frjálsa fjármagnsflutinga milli Íslands og annara þjóða.Krónan er og verður ónothæf í hnattrænum viðskiptum eins og þegar er fullreynt.Örmynt okkar í fljótandi gengi var röng ákvörðun frá upphafi.Í efnahagslegum lægðum rýrnar kaupmátturinn,með hækkun verðbólgu og vaxta eins og dæmin sanna.Miðað við gengi bandaríkjadollar er ísl.kr.nú 91,5 eða lægri en nokkru sinni fyrr.

Fyrrverandi ríkisstjórnir íhalds og framsóknar bera höfuðábyrgð á efnahagsvandanum nú vegna flotkrónunnar.Það virðast allir sjá nema forsætisráðhr.,sem vill viðhalda óbreyttu kerfi þó krónan hafi á nokkrum mánuðum veikst um 40 % og sé megin ástæðan fyrir þeirri miklu verðbólgu , sem við búum við.Þúsundir heimila og hundruð fyrirtækja verða gjaldþrota vegna krónunnar.

Af hverju erum við Íslendingar með tvöfalt hærri vexti og þrefalt hærri verðbólgu en ESB ríkin.Það hljóta allir að sjá,að því veldur fyrst og síðast óstöðugleiki krónunnar.Við getum ekki lengur beðið eftir aðgerðum,forsætisráðhr.hann og flokkur hans virðist vera fyrirgirtur hugsanlegum úrlausnum  í efnahagsmálum  eins og glögglega kom fram í þætti Silfri Egils í dag.Þar kom m.a.fram að ráðhr.taldi myntina vera ekkert samningamál við aðila vinnumarkaðarins.Kemur ekki myntin okkar öllum við ?


Kæra ljósmæður fyrir réttlátar launakröfur.Ráðhr.uppsker eins og hann sáir.

Nýjasta útspil fjármálaráðhr.er að kæra ljósmæður fyrir að segja upp störfum sínum.Dæmalaust útspil og fíflhyggja við núverandi aðstæður.Ljósmæður eiga að sjálfsögðu að fá laun miðað við 6 ára háskólanám.Launaviðmiðun þeirra er augljós miðað við margar stéttir einkanlega karlmanna hjá ríkinu og sveitafélögum.

Í þessum  samningum gefst ríkisstjórnni kærkomið tækifæri að jafna launamismun karla og kvenna og standa við gefin fyrirheit á þeim vettvangi á þessu kjörtímabili.Þjóðin stendur einhuga með ljósmæðrum,við munum standa þétt við hliðina á ykkur og veita ykkur allan þann stuðning sem unt er.


Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Hvað er framundan ?

Nú eru landsmenn hættir að horfa upp til forsætisráðhr.þaðan koma alls engar tillögur um úrlausnir í efnahagsmálum.Hann á ekkert innlegg til úrlausnar  í verðbólgu og vaxtamálum,hann er fastofinn sinni eigin sérhyggju að skaða ekki banka - og eignamenn í landinu.

Nú vilja landsmenn fá Ingibjörgu heim og hún taki við forustunni í efnahagsmálum.Menn trúa ennþá, frá því hún var borgarstjóri,að hún búi yfir þeim hæfileikum og kjarki sem til þarf að draga þjóðina upp úr íhaldsfeninu.

Það þarf að kanna strax hvort meirihluti sé á þinginu fyrir  að fara í viðræður við ESB og sjá hvað í boði er.Þá verður líka að kanna strax hvort ESB heimili okkur að taka upp evru meðan viðræður fari fram við bandalagið.Aðgerðaráætlun um efnahagsmál verður að koma nú frá ríkisstjórninni og hún hafi forgang á komandi þingi.Ætli Samfylkingin að standa undir nafni verða ráðhr.og þingflokkurinn að taka  forustuna og spyrna við fótum áður en allt fer hérna á hvolf.

Nú verður ríkisstjórnin að hafa forgang um,að allir helstu aðilar sem ráða mestu um verðlagsmál á 'islandi taki saman höndum að koma böndum á verðbólguna og okurvextina.Hér er náttúrlega átt við ríkið, bankana,olíufélögin,verslanir,flutningsaðila og alls konar þjónustuaðila,sem hafa hækkað allt verð í kjölfar veikingu krónunnar og hækkun eldsneytis o.fl.Við verðum að finna til samkendar og hjálpa hvor öðrum út úr þessu stjórnleysi.Kannski væri best í stöðunni að setja  hér á ný  sterkan ríkisbanka   með evru mynt,sem jafnframt tæki við hlutverki íbúðarlánasjóðs og Seðlabankans,sem yrði lagður niður.Þessi banki væri með hliðstæða vexti og eru í ESB ríkjum,sem myndi þá lækka okurvexti hinna bankana jafnframt,en  engin samkeppni hefur verið milli þeirra eins og kunnugt er.


Vinna meira - meira -meira sagði forsætisráðhr.Draga saman - draga saman sagði seðlabankastjóri.

Hér eru tveir ráðamestu menn þjóðarinnar að lýsa sjónarmiðum sínum í aðgerðum efnahagsmála á Íslandi.Við vissum reyndar fyrirfram að þessir menn virðast hafa afar takmarkaða þekkingu á  efnahagsmálum,en að þeir væru svo   ósamstíga  um efnahagsstefnuna hefur tæpast nokkur séð fyrir.

Hér er um að ræða  aðgerðir gegn verðbólgunni,okurvöxtunum og myntinni.Vinna meira - meira - meira sagði forsætisráðhr.í þinginu.Draga saman - draga saman segir seðlabankastj. um leið og hann tilkynnir óbreytta stýrivexti Seðlabankans.Allir fjármálasérfræðingar og atvinnurekendur telja stýrivextna alltof háa  og beinlínis verðbólguhvetjandi,enda eru þeir um þrefalt hærri en hjá ESB ríkjum,en verðbólgan hér er reynar lika margfalt hærri.

Rétt er þó að vekja athygli á því að þessi orð forsætisráðhr.eru þau fyrstu sem hann viðhefur um verðbólguna " vinna meira - meira - meira "  það er ekki svo lítið.Þessi opinberun Davíðs og Geirs í efnahgsmálum sýnir vanhæfni þeirra í þessum embættum og er þá vægt til orða tekið.


Ágúst Magnússon barnaníðingur á reynslulausn í Svíþjóð.

Ágúst var sem kunnugt er í fimm ára fangesli fyrir barnaníð .Hann var sakfeldur fyrir kynferðisafbrot gegn fimm drengjum. Þáverandi ríkissaksóknari  lagði til við réttarhöldin,að Ágúst yrði beittur öryggisráðstöfunum og vistaður á stofnun að lokinni afplánun.

Nú er komið í ljós,að Ágúst hafi flutt til Svíþjóðar,þar sem hann er talinn nema orð guðs í biblíuskóla í Uppsölum,hafi hann fengið leyfi yfirvalda til námsins.Þar leigi hann herbergi hjá hjónum með tvö börn,sem ekki höfðu haft minnstu hugmynd um bakgrunn Ágústar og hafi þeim brugðið mikið við tíðindin.Vonandi hafa þau ekki beðið Ágúst  um barnapössun.Ég hélt  að gagnkvæm samvinna  ríkti milli Norðurlandanna um upplýsingaflæði um hættulega sakamenn og þá ekki síst kynferðisafbrotamenn.

.


Alíslensk fyndni um Framsóknarmenn.

 "Veistu af hverju Framsóknarmenn fá sjaldan kransæðastíflu ?"

" Nei. "

" það er af því að kransæðastífla er menningarsjúdómur."

 Eftir að hafa hlustað á Guðna í Silfri Egils,kom þessi vísa upp í huga mér.

Ég fór að athuga eitt

og sá það gat engu breytt

fyrir Framsóknarmenn

að fara í eitt skiptið enn

að missa vitið,sem aldrei var neitt.

 


Verðbólgan heldur áfram með auknum þunga -Sú mesta í 17.ár.

Var ekki búið að ákveða fyrir nokkrum mánuðum að stofna til þjóðarsáttar um úrlausnir í efnahagsmálum ? Ekkert heyrist frá ríkisstjórninni, ASÍ eða öðrum aðilum vinnumarkaðarins.Staðfestir þögnin að ekkert sé verið að vinna að þessum málum.Það eina sem heyrist frá forsætisráðhr.að verið sé að vinna við að aðstoða bankana,en ekki orð um verðbólguna, okurvextina,verðtryggingar,afkomu heimilanna og hina handónýtu krónumynt okkar.Hvers á þjóðin að gjalda á hún ekki rétt á að fá aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í efnahgsmálum þ.e. staðreyndir málsins á borðið ?Ég held að farsælast væri fyrir Sjálfstæðisfl.að skipta um formann,við verðum að hafa sýnilega forustu í ríkisstjórn með skilvirkan vegvísir fyrir framtíðina.Sé miðað við síðustu Gallup skoðanakönnun er Sjáfstæðisfl.með 32 % kjörfylgi,en fengi um 3 - 4 % minna upp úr kjörkössunum,sé miðað við alþingiskosningar.

 Nú standa ekki nema rúm 50 % kjósenda á bak við ríkisstjórnina samk.skoðunarkönnun,en voru um 80% í upphafi stjórnarinnar.Ríkisstjórnin uppsker eins og hún sáir,það er alveg augljóst á þessum tölum.

Samfylkingin ber náttúrlega pólutíska ábyrgð líka á óbærilega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar,það er sorglegt að sjá hana halda uppi bágbornum röksemdum fyrir aðgerðarleysi forsætisráðhr.Ingibjörg Sólrún ætti strax að koma saman aðgerðrhópi með  aðilum vinnumarkaðarins,BSRB og ríkisstjórnarinnar um úrlausn efnahagsmála.Þolinmæði fólks er þrotin,verðtryggingar húsnæðismála á meðalháum lánum er í dag 1,6 milj.kr.á ári,sem bætist ofan á höfuðstól lánanna.Geir og Ingibjörg ættu að horfa í augu unga fólksins,sem er að reyna að  eignast  sína fyrstu íbúð og hefur langt allt sitt sparifé að veði,en eiga nú ekki lengur fyrir skuldum.Orð án innhalds hafa ekkert gildi,það þýðir ekki lengur að ranghverfa málum og blekkja fólk.


15.jan.n.k.verður réttur til olíuleitar boðinn út á Drekasvæðinu.

Nokkur ár geta liðið þar til tilraunaboranir á vel völdum stöðum leiða til fundar á olíulind ,sem hagkvæmt er að hefja olíuvinnslu í.Að mati sérfræðinga  er ekki óraunhæft að ætla í tilliti Drekasvæðisins muni líða 16 ár þangað til vinnsla gæti hafist að fullu,að því gefnu að olía finnist þar í næganlegu magni.

Ef allt gengur að óskum telja sérfræðingar hugsanlegt,að þarna megi finna a.m.k.10 miljarða tunna af olíu ,þar af tvo þriðju af gasi,verðmæti þess um 85.000 miljarða  króna miðaða við núverandi gengi.Þá er talið að olíuvinnslufyrirtækjunum verði gert að greiða 15% tekjuskatt og svo þrepaskiptan vinnsluskatt upp að 7,5%,að þvi gegnu að hagnaður fyrirtækjanna  sé undir 20% af vinnslukosnaðinum.Hins vegar gæti skatturinn hækkað  í þrepum upp í allt að 40% við hagstæð skilyrði.

Kannski geta olíuskattar skilað ísl.ríkinu þúsundum miljarða króna í framtíðinni.Þá er eins gott að efnahagsstjórnkerfið verði í lagi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband