Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Er Icesave skuldaviðurkenning eða lánasamningur ?

 Ef ríkissjóður stendur ekki í skilum vegna vanefnda á greiðslum lánsins virðast innheimtuaðilar geta krafist eignahalds á þjóðareignum til fullnustu greiðsna.

Þá vekur það líka furðu að virt alþjóðleg matsfyrirtæki skuli ekki vera búin að meta með lögformlegum hætti allar eignir Landsbankans erlendis og einnig hér innanlands.

Ég skora á alþingi að fella þennan alvitlausa og háskalega  samning,sem þjóðin gæti aldrei staðið  fjárhagslega undir skilmálum hans.Þetta Icesave mál á að fara dómstóla leiðina,allt annað er ranglát málsmeðferð,þar sem um er að tefla framtíð og velferð heillar þjóðar. Hver vill bera ábyrgð á slíkum landráðasamningi.


Eldsneytisverð hækkar um 12,5 kr.lítirinn.Lengi getur vont versnað

Vegna breytinga á vörugjöldum 28.maí s.l.hækkar eldsneytisverð um 12,5 kr.lítirinn.Þegar " eldri " byrgðir bensín stöðvanna eru búnar hækkar verðið um næstu mánaðarmót.

Þessi hækkun kemur svo fram í neysluvísitölunni og hefur því bein áhrif á verðbólguna.Tekjur ríkissjóðs sem aflað er með þessum hætti mun eðlilega koma fram í minni eldsneytisnotkun bifreiðanotenda og þannig mun þessi hækkun ekki skila sér í ríkissjóð nema að litlu leiti þegar upp er staðið og dæmið reiknað til enda.

Hins vegar mun þessi hækkun neysluvísitölu m.a.koma verst við skulduga íbúðaeigendur  og bifreiðaeigendur.Ríkisstjórnin verður að forðast hækkanir sem leiða beint til aukinnar verðbólgu,endurskoðun og breyting á neysluvísitölunni er löngu tímabær.


Uppgjör Icesave samningsins virðist vera orðið skilyrði SF fyrir inngöngu í ESB.

Þessi niðurstaða er hrein hrollvekja fyrir land og þjóð.Að VG ætli sér að samþykkja samninginn óbreyttan vekur mikla undrun,þar sem nú er ljóst að inngangan í ESB er tengd uppgjöri Icesave samningsins.

Það er ljóst að þjóðin er búin að samtengja þessi mál og innan tíðar hefjast fjölmennir mótmælafundir um allt land. Við sættum okkur aldrei við að borga erlendar skuldir meintra afbrotamanna,sem tóku  hundruð miljarða  kr.ófrjálsri hendi frá þjóðinni.Fyrrverandi ríkisstjórnir bera þar höfuðábyrgð fyrir stjórn - og eftirlitsleysi og jafnvel meinta aðstoð við svonefnda útrásarmenn.Það verður vonandi leitt í ljós í skýrslum þeirra sem rannsaka fall bankanna.


Icesave málið á að útkljá fyrir dómi - það er hin lögformlega leið.

Hinar innbyggðu meinsemdir samningsins geta hæglega gert út af við íslenska hagkerfið.Sjö ára lenging samningsins á 650 miljarða láni er engin úrlausn,þjóðin þarf að greiða 36 miljarða í árlega vexti og síðan fulla afborgun og vexti af láninu þar næstu sjö árin.Íslenska þjóðin hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að greiða slíkar upphæðir.

Eignir Landsbankans í Englendi hafa ekki verið metnar,enda fullkomin óvissa um hvort takist að selja þær.Allar tölur um að fyrir þessar eignir fáist 75 - 95 % til greiðslu heildarskuldarinnar eru hreinar tilgátur.

Við eigum eina leið sem ekki hefur verið fullreynt  að láta á það reyna að málið verði útkljáð fyrir dómstólum.Það er sú leið sem lýðræðisþjóðir eiga að viðhafa við úrlausnir slíkra mála.Bretar og Hollendingar  geta ekki skotið sér undan slíkum málaferlum með aðstoð ESB ríkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Ef sú yrði raunin verður auðvelt fyrir okkur Íslendinga að hafna aðild að ESB.

Ég skora á löggjafarþingið að hafna þessum tillögum ríkisstjórnarinnar,sem ætti að segja af sér og  þjóðstjórn  taki við eins fljótt og auðið er.Það má segja að fullreynt sé að íslensk stjórnvöld komi okkur í höfn,þrjár ríkisstjórnir hafa fengið tækifæri að koma þjóðinni út úr kreppunni,en öllum mistekist Þau ótíðyndi sem nú herja á þjóðinni verður svarað af henni með skýrum hætti næstu daga.

 


Herferð hafin gegn Evu Joly af handbendum og leiguliðum útrásar manna..

Það kom mér ekki á óvart eftir hreinskiptin og fróðleg  viðtöl við Evu Joly í ríkissjónvarpinu um sakamálarannsóknir,að þau myndu hreyfa við rigbundnum stöðnuðum embættismönnum innan dómsmálakerfisins og leiguliðum útrásarmanna vegna meintra fjármálabrota þeirra.

Það hefur verið viðtekin lenska hérlendis af viðkomandi yfirvöldum að halda leyndum gangi sakamála fyrir almenningi,enda hafa þau yfirleitt verið lituð persónulegum og pólutískum áhrifum,en hins vegar ráðist gegn þeim löggæslumönnum,sem fyrir rannsóknunum stóðu.

Persónulega hafði ég nokkra reynslu af slíkum vinnubrögðum á meðan ég starfaði sem löggæslumaður.Þá var ítrekað reynt að koma mér úr starfi með aðstoð  viðkomandi pólutískra yfirvalda vegna rannsókna sakamála,einnig varð ég tvívegis að kæra dagblaðið Tímann vegna brota á meiðyrðalöggjöfinni.Ég var samk.dómsniðurstöðum  saklaus af öllum ákærum dómsvaldsins.

Sjálfsagt verður reynt að koma höggi á Evu sem ráðgjafa vegna meintra fjármálabrota.Það er þegar byrjað að reyna að gera hana tortryggilega.Þjóðin mun standa þétt að baki hennar og aðstoða við uppljóstrun mála.

 


Lengi getur illt versnað - Kreppulækningar SF og VG eru fíflhyggju lausnir.

Hækkun ríkisstjórnarinnar á eldsneyti og bifreiðagjöldum valda strax hækkun á neysluvísitölunni ,sem m.a.leiðir til hækkunar á verðtryggingu íbúðarlána og höfuðstóls.

Áður hafði ríkisstjórnin lýst aðgerðum sínum varðandi aðstoð við íbúðarlán.Þar lagði hún til,að heimila frystingu og lengja lánstíma,en lækkun á verðtryggingu lána kom ekki til greina.Það er stundum sagt að auðveldara sé að vera kjáni en vitmaður og það hefur sannast á aðgerðum undanfarinna ríkisstjórna.Allt frá því að bankarnir fóru í einkarekstur og krónan sett á flot hefur frjálshyggjan rótfest sig á flestum fjármálasviðum þjóðarinnar.Eftirlitsstofanir ríkisvaldsins voru meira og minna á valdi útrásar fyrirtækja,enda auðvaldið þá að breytast í  hamlausa græðgi.Hnignun á réttarfarslegu lýðræði og ýms ótíðindi höfðu borist ,en enginn gerði neitt að hamla gegn þessari útrás.

Stjórnvöld fjötruðu sig í græðgi útrásarinnar,svo kom stóri hvellur og allt sprakk. Þjóðin er gjaldþrota,henni blæðir,yfir 30 þús.heimila (þriðjungur þjóðarinnar )á ekki fyrir skuldum og þeim fjölgar ört í þessu forheimska,ruglaða og siðspillta stjórnsýslukerfi.Undanfarnar þrjár ríkisstjórnir hafa allar staðið ráðlausar vegna samspillingar við meinta afbrotamenn útrásarinnar

Nú er komið að því að þjóðin stylli saman í eina breiðfylkingu öllu sínu afli og krefjist þjóðstjórnar.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband