Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja er 658 miljarðar - Er kvótinn sameign þjóðarinnar veðsettur fyrir skuldinni

Af hverju er ekki upplýst hvernig þessum viðskiptum er varið? Gaf ríkisstjórnin útgerðarfyrirtækjum heimild til að veðsetja óveiddan kvótann mörg ár fram í tímann? Við þessu verður þjóðin sem löggiltur eigandi fiskveiðiheimildanna að fá skýr svör frá ríkissjóði.

Hinsvegar væri ekki óeðlilegt að ríkisstjóður gæfi útgerðinni veðheimild lántöku fyrir uppgefnu fiskveiðmagni í byrjun hvers fiskveiðitímabils. Bankarnir geta ekki veitt nein lán út á sameign þjóðarinnar,nema með veðleyfi ríkissjóðs.

Þjóðin á skýra heimild á að fá upplýst hvaða láns - og veðheimildir   ríkissjóður veitir á hverjum tíma til einstaklinga og fyrirtækja vegna fiskveiðiheimilda.

Vonandi fær þjóðin vitnesjku um þessi mál í skýrslunni,sem á að birta þann 12.næsta mánaðar.Ríkisendurskoðun ætti að vera búin að upplýsa þessi mál fyrir löngu síðan.

 

 

 

útgerðar aðilum veðleyfi fyrir


Til haminju með kjör formanns í Frjálslindaflokknum.

Sigurjón Þórðarson er greindur og heiðarlegur stjórnmálamaður,sem mun njóta traust flokksmanna sinna og annara sem láta sjávarútvegs- og velferðarmál til sín taka.Hann hefur eins og kunnugt er skrifað um árabil mikið um breytingar á fiskveiðiheimildum þjóðariannar,eignarrátti ,framsali og leigu á kvóta o.fl.

Það verður áhugavert að fylgjast með framgöngu hans sem formanns flokksinssins og hvort honum tekst að ná til flokksins breiðari fylkingu sjómanna.

Ég óska honum velfarnaðar og skora jafnframt á alla að veita honum góðan framgang


Langavitleysa ríkisstjórnarinnar við skuldavanda heimilanna heldur áfram.

Í dag birtist þjóðinni lokasvar ríkisstjórnarinnar við skuldavanda heimilanna.Þær nýju aðgerðir sem nú er greint frá er samansafn af óskilgreindum úrlausnum með hliðstæðum rökum og fyrri tillögur ríkisstjórnarinnar.Haldið er áfram að ýta á undan sér skuldum heimilanna og lengja jafnframt í  skuldahalaanum.

Séu þetta einu úrlausnir ríkisstjórnarinnar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar,þá er ljóst að  blekkingaráróðurinn nær ekki tilgangi sínum til kjósenda.Það er eins og ríkisstjórninni sé fyrirmunað að hugsa skýrt og rökrétt þegar skuldamál heimilanna eru annars vegar.Höfuðstólar skuldanna hækka sífellt á meðan allar eignir stórlækka í verði.Það er vegið að ofan og neðan að heimilum í landinu.

Verðtryggingin er höfuðvandamálið,verði hún ekki aflögð tekst aldrei að leysa heimilin undan því oki,sem á þeim hvílir.Bankarnir og ríkissjóður hafa látið lántakendur  bera allan kosnað af verðtryggingunni.sem sett var á til bráðabyrða fyrir 26 árum.Engin þjóð í Evrópu er með verðtryggingu innan sinna efnahagsmála,enda skekkir hún alla eðlilega lífsafkomu heimilanna.Þjóðina hefur skort einingaranda í þessum málum,nú hefur ríkisstjórnin lagt fram aðgerðaplan,sem leysir engan vanda,hún er að ranghverfa staðreyndum og blekkja fólk.Þjóðin verður að standa saman með aðgerðum sem þingið skilur.


Af hverju má ekki auka fiskveiðiheimildir við Ísland?Hættum viðræðum um Icesamninginn.

Á sama tíma og heimilin og fyrirtækin í landinu sökkva stöðugt dýpra í skuldafenið koma engar úrlausnir frá löggjafarþingu.Sífellt er verið að ræða um Icesave samninginn,það er eins og hann sé upphaf og endir efnahagsþróunar þjóðarinnar.Ljóst er að samningurinn hefur verið miskunarlaust beitt í þágu Breta og Hollendinga gegn Íslendingum með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Hættum öllum lántökum í gegnum sjóðinn og jafnframt  viðræðum um Ice samninginn.Látum Breta og Hollendinga  sækja málið fyrir dómi.Væntanlega yrðu þeir að hefja sinn málarekstur hérlendis fyrir hérðaðsdómi.Málarekstur af þessu tagi mun taka nokkur ár,hér er um mjög lagalega flókin og vandmeðfarin mál að ræða,eins og fram hefur komið í lögfræðilegum greinargerðum innlendra og erlendra virtra  lagaprófessora  og einnig hagfræðiprófessora.

Við getum hæglega aukið stórlega við fiskveiðiheimildir þjóðarinnar með alla flóa og firði fulla af fiski.Sjómenn allt um kring um landið hafa aldrei verið vitni að slíkri fiskgegnd.Látum ekki L.Í.Ú og Hafrannsóknarstofnun koma í veg fyrir auknar veiðiheimildir. Þeim hefur ekki tekist að spá í 26 ár ( frá því kvótinn kom til sögunnar 1984 )fyrir um vöx og viðgang  bolfisk við Íslandsstrendur.Nú er kominn tími til að beita réttarfarslegum úrræðum og sína kjark og dug,látum þá ekki lengur beita vopnlausri þjóð rangsleitni ,ofbeldi,blekkingum og lýgi. 

 


Nú er kominn tími á utanþingsstjórn - Þjóðaratkvæðagreiðslan staðfestir vantraust á löggjafarþingið

Þessi niðurstaða sýnir augljóslega algjört vantraust á alla málsmeðferð Icesave málsins frá upphafi þess.Allir þingflokkar hafa tekið þátt í úrlausn þess,en engum tekist að koma því í höfn.Samþykkt núverandi ríkisstjórnar á þinginu með 33 atkvæðum var engin lending,þjóðin gat ekki staðið við  fjárhagslegar skuldbinginar samningsins.Forsetinn leysti þjóðina úr snörunni a.m.k.tímabundið með að hafna undirskrift þess og þjóðin hefur í dag hafnað því með yfir 90% atkvæðum.

Hvað er þjóðin að segja svo eindregið og skýrt við þingið,við treystum ykkur ekki lengur,þetta á jafnt við ríkisstjórnina  sem stjórnarandsstöðina.Nú er kominn tími á og þó fyrr hefði verið ,að sett verði á fót utanþingsstjórn,þar sem öllum þingmönnum löggjafarþingsins verði haldið utan stjórnar.Fólkið í landinu treystir þeim ekki lengur,atkvæðagreiðsla fólksins sýnir eindregið vilja þjóðarinnar.

Vanda þarf vel val utanþingsstjórnar og fá jafnframt valinkunna erlenda sérfræðina okkur til liðsinns á hinum ýmsu efnahags - og stjórnsýsluþáttum  þjóðarinnar.Vanmáttur og þekkingarleysi stjórnsýslu okkar er augljós,sem m.a. hafa leitt til svo víðtækra afbrota á sviði viðskipta og fjármála að þjóðargjaldþrot vofir yfir heimilum og fyrirtækjum í landinu.

Þjóðin hefur svarað skýrt í þessum kosningum,nú er komið að löggjafarvaldinu að greiða fyrir utanþingsstjórn hið allra fyrsta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband