Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Eru bæjarstjórar fjötraðir í nautnagræðgi,auðhyggju og sálarlausu prjáli.

Laun bæjarstjóra í Keflavík og Garðabæ eru um 1700 hundruð þúsund krónur á mánuði og víðast hvar annar staðar hafa bæjarstjórar yfir mil.kr.á mánuði.Þessi laun eru greidd úr bæjarsjóði viðkomandi byggðalaga,þar sem m.a.láglaunafólk hefur orðið að taka á sig launaskerðingar.Yfirdrottnunartilfinning og siðleysi þeirra sem þessum málum ráða leiðir til margra lasta m.a.að ranghverfa málefnum og blekkja fólk.

Launaskráin sýnir okkur líka fjölda manna,sem m.a eru sakaðir um meint fjármálabrot hjá fyrirtækjum og bönkum,sem fá greidd 2 - 4 mil.kr.mánaðarlaun.Manni virðist að sama fjármálastefna sé enn ríkjandi og var fyrir bankahrunið.Sú mikla stéttarskipting sem hefur verið undanfarin ár er óbreytt.Þjóðin virðist ekki nógu þroskuð og öguð til að lifa í lýðræðisríki.Hana skortir kjark,einingaranda og samúðarhug.

Þær innbyggðu pólutísku meinsemdir sem við höfum búið við undanfarin ár og búum enn við verður að ljúka.Þjóðin má aldrei verða lágkúrulýður og þrælar auðkúunar gróðaveganna og yfirstétta.Þetta fjórflokkakerfi sem við höfum búið við hefur reynst spillt og óhæft til að stjórna.Við þurfum væntanlega að koma á tímabundnu utanflokka stjórnsýslu kerfi,þar sem núverandi löggjafarþing yrði leyst frá störfum. 


Munu skuldarar almennt hafna að greiða afborganir af gengistyggðum lánum?

Samkvæmt hinni nýju reikningsmeðferð Seðlabankans og FME myndu þeir þá væntanlega stefna greiðendum að greiða af hinum gengistryggðu lánum.Það verður síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna.Þangað til ætti enginn að borga af umræddum skuldum.

Samtök atvinnulífsins hafa skorað á stjórnvöld að beita sér fyrir flýtimeðferð dómstóla.

Við stöndum á tímamótum,hvort fjármálastofnanir og stjórnvöld ætli ennþá einu sinni að beita sér gegn sjálfsögðum réttindum þjóðarinnar  í kjara - og réttindamálum.Öll þekkjum við afleiðingar verðtryggingar og hækkun höfuðstóls á íbúðarlánum,verðbólgu og hækkun almenns vöruverð og lyfja.Þá spilar hin handjárnaða króna okkar stærstum þætti í verðbólgubálinu og ójafnvægi milli innfluttra - og útflutingsverðmæta.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband