Eru engar opinberar sérreglur um öryggismál jökla - og annara óbyggðaferða.

Vegna þeirra tíðu slysa og óhappa,sem orðið hafa í jökla - og fjallaferðum hefur það leitt hugann að opinberum almennum öryggisreglum.Sýslumaðurinn á Selfossi sagði í viðtali vegna hinnar vítæku leita björgunarsveita ,að engar sérreglur væru til staðar í þeim efnum.

Vera kann að hinar velþjálfuðu bjögunarsveitir okkar og löggæslunnar hafi leitt til þess,að opinberir aðilar telji þar nóg að gert.Þeir aðilar sem skipuleggja jökla og fjallaferðir og hafa atvinnu af slíku ættu að hafa  opinberar sérreglur um lögmæt réttindi til slíkra ferða.Hér á ég við alla umferð um hálendið og sérstaklega er lýtur að öryggismálum.Lögleiða ætti staðsetingartæki í öllum farartækjum,sem notuð eru til jöklaferða ,einnig í afskiptum óbyggðum.

Það skal fram tekið,að ég hef takmarkaða reynslu af slíkum ferðalögum,en skora á alla viðkomandi aðila að taka öryggismálin til endurskoðunar.Bjögunarsveitum okkar og löggæslu verður seint fullþakkað í bráð og lengd þeirra mikilvægu störf fyrir land og þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband