Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um bókhald Byrgisins.Hver er ábyrgð Utanríkis - og Félagsmálaráðuneytisins í málinu.

Lögum samk.hafði utanríkisráðuneytið  eftirlitsskyldu með rekstri Byrgisins þegar það var staðsett til nokkra ára í Rockwill á Miðnesheiði á samningsbundnu varnarsvæði.Undan þeirri ábyrgð getur Utanríkisráðuneytið ekki skotið sér frekar en Félagsmálaráðuneytið nú.Málið er nú komið til Ríkissaksóknara  að frumkvæði  Ríkisendurskoðunar,sem nýverið lauk skýrslu um málið.

Það sem vekur náttúrlega  hvað mest athygli í þessu máli er ,að Kompás á stöð 2 opnar þetta mál í ítarlegum fréttaþætti á sínumm tíma.Þá fyrst fer Félagsmálaráðuneytið  í gang ,sem hefur lögformlegt eftirlit með rekstri Byrgisins.Ég ætla bara að vona að Ríkissaksóknari rannsaki samtímis meintum fjármálabrotum Byrgisins ,  ábyrgð  á  lagalegri eftirlitsskyldu viðkomandi ráðuneyta á rekstri þess.Menn geta ekki endalaust skotið sér undan ábyrgð með því ,að þeir hafi treyst forstöðumanni Byrgisins og þetta séu mikil vonbrigði.Í þessu máli bera Framsóknarráðhr.Halldór og Magnús ábyrgð og það átti náttúrlega Björn Bjarnason einnig  að gera þegar hann var mentamálaráðhr.þegar Árni Johnsen  gerði sín"tæknilegu mistök"

Alltaf eru að koma fram fleiri meint brot á forstöðumann Byrgisins,s.s.afbrigðilegar kynferðsathafnir við vistmenn,þjófnaður úr minningarsjóði látins vistmanns,þjófnaður á mil.kr. frá stúlku sem voru dæmdar slysabætur,tryggingagreiðslur til vistamanna o.fl.Þessi mál o.fl.eru nú til rannsóknar hjá lögr.og verða síðan send til Ríkissaksóknara.Hefði eftirlitsskyldu viðkomandi ráðuneyta gagnvart Byrginu verið sinnt, hefði verið hægt að koma að mesti leiti fyrir þessi hræðilegu afbrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er ábyggilega bara tæknileg mistök...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Já manni þætti svo sannarlega eðlilegt að ríkið hefði einhvers konar eftirlit með svona stað og hefði átt að hafa það frá byrjun, en ekki eingöngu vegna þess að nú er komið í ljós að eitthvað mikið var að þar á bæ. En það sem ég vonast núna einna helst til er að forsvarsmenn Byrgisins fái á sig tilhlýðilegar ákærur og í kjölfarið dóma, bæði fyrir fjárglöpin og líka fyrir misbeitingu valds í kynferðislegum tilgangi. Augljóst er að Guðmundur hefur haft í frammi afar siðlausa og brotlega hegðun gagnvart vistfólki og gagnvart ríkinu - en ástæða er til að rannsaka fleiri starfsmenn þarna innan og skoða þetta betur ofan í kjölinn. Ég vona allavega að þetta mál verði ekki bara grafið og gleymt á innan við viku eins og svo oft virðist gerast þegar fjölmiðlar hætta að fjalla um þau.

Andrea J. Ólafsdóttir, 16.1.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband