Hvaða leynd hvílir yfir eigendum Arion - og Íslandsbanka ?Utanþingsstjórn til 5.ára.

Ríkisstjórnin hefur verið að ræða um gegnsæi í stjórnsýslunni svo þjóðin geti hlutlaust metið á lýðræðislegan hátt starfsemi framkvæmdavaldsins. Þegar  hins vegar er  spurt  um nýju eigendur bankanna og stjórnendur þeirra ríkir algjör þögn.Það er eðlilegt miðað við alla fjármálaspillinguna ,sem undan er gengið,að allur almenningur geri kröfu um að fá fulla vitneskju um eigendur og rekstur bankanna.

Forsætis - og fjármálaráðherra ættu  sjá sóma sinn í ,að sýna í verki  að þeir vilji hafa öll opinber fjármálaviðskipti uppi á borðum.Sú leynd og endalausa pukur bankanna og stjórnmálamanna var megin orsök bankahrunsins.Þjóðin er besti endurskoðandinn ,við treystum ekki óhæfu löggjafar - og framkvæmdavaldi.Fjórflokkaklíkan á alþingi á m.a.stærstan þátt í að þriðji hluti þjóðarinnar er skuldsettur umfram eignir og þúsundir heimila búa við sára fátækt.

Hin  ágæta skýrsla endurskoðenda leysir takmarkaðan vanda á gjörspilltu löggjafarvaldi,það verður allt að víkja og skipuð verði jafnframt a.m.k. til 5 ára utanþingsstjórn,valinkunnra innlendra og erlendra sérfræðinga,sem jafnframt kenni þjóðinni að  virða almenna siðfræði,heiðarleika og réttarfarslegt lýðræði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband