Ráðherrar Framsóknarfl.báru lögformlega ábyrgð og eftirlitsskyldu í Byrgismálinu..Þeir verði látnir axla þá ábyrgð.

Tveir fyrrverandi ráðhr.Framsóknarfl.Þeir Halldór Ásgrímsson,þáverandi utanríkisráðhr.bar ábyrgð á  eftirlitsskyldu með rekstri Byrgisins þegar það var staðsett í Rockwill,síðan Árni Magnússon,fyrrv. félagsmálaráðhr.og núverandi félagsmálaráðhr.Magnús.Þá er aðkoma Birkis J.Jónssonar alþingism.og form.fjárlaganefndar og áður starfsm.félagamálaráðhr.afar aum  í þessu máli.Nú þykjast allir þessir ráðhr.enga lögformlega ábyrgð bera og vísa á aðra,þó meira að segja fyrir lagi 2001 skýrsla um alvarleg meint brot um fjármálarekstur Birgisins.

Þeð er  orðið tímabært að alþingi taki á þessum málum og  ætti að krefjast afsagnar viðkomandi ráðhr.Það gengur ekki að löggjafarvaldið láti ráðhr.komast upp með það sí og æ að þverbrjóta ítrekaða ráðherraábyrgð eins og ekkert sé.Það þarf meira til en smá jarm og jafl stjórnarandstöðu í jafn alvarlegu máli .Marg háttaðar mjög alvarlegar afleiðingarnar þessa eftirlitsleysis er að koma í ljós  með lögreglurannsókn.Þó Halldór og Árni gegni ekki lengur ráðherradómi,eru þeir ekki undanskildir lögformlegri  ábyrgð frá sinni ráðherratíð.Það er hrikalegt samfélag að meintir stórafbrotamenn geti athafnað sig árum saman og skaðað fjölda manns vegna eftirlitsleysis viðkomandi ráðherra og ráðuneyta.Þjóðinni ofbýður við þessar aðstæður ábyrgðar - og siðferðisskort ráðherra  í þessu máli.Vona að þjóðin láti umrædda stjórnmálamenn gjalda verka sinna í komandi kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll. Þú virðist ekki átta þig á því að hér var traust brotið og aðilar sem misnotuðu aðstöðu sína í skjóli kristilegrar umræðu. Samfylkingin og fl. aðilar blésu hæst í lúðra til að ríkið myndi hjálpa Byrginu á sínum tíma. Það er grátlegt að sjá dæmi, eins og hjá SF og VG, þegar þeir stökkva til og taka Byrgismálið að sér að dæma. Hvar voru þeir þegar Byrgið þurtfti aðstoð? Að hvetja rikið til að hjálpa til við Rockwill og fl.

Sárt að sjá hvað þú ert hatursfullur í garð Framsóknarmanna. Það sést vel á skrifum hjá þér. En, gangi þér vel.

Sveinn Hjörtur , 19.1.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll. Þú virðist ekki átta þig á því að hér var traust brotið og aðilar sem misnotuðu aðstöðu sína í skjóli kristilegrar umræðu. Samfylkingin og fl. aðilar blésu hæst í lúðra til að ríkið myndi hjálpa Byrginu á sínum tíma. Það er grátlegt að sjá dæmi, eins og hjá SF og VG, þegar þeir stökkva til og taka Byrgismálið að sér að dæma. Hvar voru þeir þegar Byrgið þurtfti aðstoð? Að hvetja rikið til að hjálpa til við Rockwill og fl.

Sárt að sjá hvað þú ert hatursfullur í garð Framsóknarmanna. Það sést vel á skrifum hjá þér. En, gangi þér vel.

Sveinn Hjörtur , 19.1.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég er enginn málsvari Samfylkingarinnar í þessu máli,enda lýsti ég aðkomu stjórnarandstöðunnar sem jarmi og jafli í þessu máli.Hins vegar báru umræddir þrír Framsóknarráðherrar ábyrgð í þessum máli og hana eiga þeir að axla.Ég hef ríkar ástæður til að vantreysta Framsóknarfl.frá fyrri tíð sem löggæslumaður.Það myndi ég fúslega skýra þér persónulega frá,enda held ég að þú sért traustsins verður.

Þakka þér góðar og málefnalegar greinar,sem ég hef lesið eftir þig.

Kristján Pétursson, 19.1.2007 kl. 21:43

4 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Þess má síðan geta hér í framhaldinu að það er mjög óeðlilegt að umræðan skuli snúast eingöngu eða að mestu um fjárglöp og eftirlit með fjármunum þegar á leikur stórfelldur grunur um misbeitingu valds til kynlífsathafna. Því má spyrja sig hvenær lögreglurannsókn muni hefjast á þeim og maðurinn dreginn til ábygðar gagnvart þeim skjólstæðingum sem orðið hafa fyrir slíku. Það þarf ekki að hafa verið nauðgun til þess að rannsaka málið og heldur ekki ákæra, því lögreglunni ber að rannsaka mál þegar grunur er fyrir hendi og meðferðaraðila er með öllu óheimilt að eiga í kynferðissambandi við skjólstæðinga sína. Er það þá Björn Bjarnason sem ætti að draga til ábyrgðar í þeim efnum kannski?

Andrea J. Ólafsdóttir, 20.1.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband