Bláfjöllin bjóða okkur velkomin.Útsýnið,fegurðin, frelsið og gleðin skín úr hverju andliti.

Loksins kom snjórinn.alltaf jafn gaman.Nú er bara að drífa sig,búa sig vel og fara varlega,koma heill heim.Vonandi stoppar snjórinn eitthvað við hjá okkur að þessu sinni og hægt verði að opna Skálafell líka.Við verðum að fara að skoða í fullri alvöru að framleiða snjó eins og þeir gera á Akureyri,undanfarin ár hafa sýnt fulla þörf á því.Rafmagnsbilunin í Bláfjöllum í gær sýndi okkur hversu áríðandi er að öryggis og björgunarmál séu í lagi.Það er hrikalegt að vera fastur í níðamyrkri í stólalyftu í miklu frosti og vindi,reyndar lífshættulegt.Ég upplifði að vera fastur í rúman hálftíma í stólalyftunni í Kóngsgili í 12.stiga frosti og vindi fyrir nokkrum árum.Það voru held ég lengstu mín.æfi minnar.

Ég fór árum saman á skíði til Austurríkis,það er upplifun ,sem stendur lengi  í hugarheimi manns.Á þeim tíma rak ég litla ferðaskrifstofu Víkingaferðir ásamt frænda mínum,sem fórum með skíðafólk til Austurríkis.Það er líka mjög gaman að fara á skíði til Akureyrar,þeir standa mjög myndarlega að öllu þar og framleiða snjó eins og kunnugt er.

Góða ferð í brekkurnar,en krakkar farið umfram allt varlega á brettunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Í dag kom snjór hér líka og mér finnast það aðeins of seint

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.1.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband