Óhæfur og svik ríkisstjórnarinnar stórskerða lífskjör okkar og lemja á þjóðinni linnulaust.

Verðtryggingar og hækkun höfuðstóls heldur áfram samfara stórlækkunar á húsverði  og hækkun leiguverðs,lækkun launa , hækkun skatta heldur áfram og síhækkandi vöruverð.Síðustu afrek ríkisstjórnarinnar var að láta selja  til erlends aðila sameign þjóðarinnar Hitaveitu Suðurnesja og nýtingu jarðvarma á svæðinu til tugi ára.Ríkisstjórnin vill engar heiðarlegar umræður eða skynsamlega gagnrýni um þessi mál,enda litlar sem engar úrlausnir  fyrirliggjandi.Ósannar staðfestingar og meingallaðar niðurstöðir eru daglegt brauð.Það er eins og búið sé að draga pólutískt myrkur yfir höfuð varnarlausrar þjóðar.

Auk þessa má ætla að verulegur hluti löggjafarþingsins sé tengdur meintum fjársvika - og mútumálum.Það er löngu tímabært að ríkisstjórnin fari frá og sett verði á fót utanflokkastjórn,sem skipuð verði valinkunnum sérfræðingum íslenskra og erlendra í nokkur ár eða þangað til búið er hreinsa út auðhyggju græðgina og ásýnt hinnar innbyggðu meinsemda sem hrjáir þjóðfélagið.Vonandi eiga hin óvæntu tíðindi í borgarstjórnar kosningunum eftir að opna augu stjórnmálamanna að vald þeirra og drottnun lúti vilja þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband