Árslaun sparisjóðsstjórans á Reykjanesbæ 2009 voru um 200 mil.auk 53 mil.starfslokasamnings.

Hverjir bera ábyrgð á þessar dæmalausu græðgi og siðspillingu,eftir að hafa rekið sparisjóðinn í þrot,en tapið á sparisjóðnum nam 19 miljörðum 2008.Íslenska ríkið yfirtók sjóðinn 2010.Margir urðu fyrir miklum fjárskaða.Annað fjármálahneyksli er að hann mun hafa verið starfandi stjórnarformaður Icebank þegar bankinn olli gjaldþroti Seðlabankans í hruninu haustið 2008.

Mér virðist sem gömlum Keflvíkingi að Reykjanes bær sé sokkinn í eitt alls herjar skuldafen.Bærinn verður að greiða ákveðnum póluískum gæðingum íhaldsins hundruð miljóna leigu fyrir flestar fasteignir  bæjarins.Auðhyggjan rekur ósvífinn hrokafullan blekkingaráróður undir skipulagi frjálshyggju kapitalisma.

Er ekki þjóðin búin að fá nóg af stjórnleysi auðvaldsins og reyndar alls löggjafarþingsins sem liggur ráðþrota undir  yfirgangi auðhyggjunnar.Spurningin er hvort við séum nægilega þroskaðir til að lifa í lýðræðisríki.Fólk liggur ennþá hundflatt fyrir allskonar áróðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband