Aðförin að Margréti þaulhugsuð aðgerð til að gera hana áhrifalausa í stjórnmálum

Þingflokki Frjálslyndafl.og Nýju Afli tóks með gýfurlegri atkvæðasmölun hundruð manna, einkanlega frá Sjálfstæðisfl.að koma í veg fyrir að Margrét yrði kosin sem varaformaður flokksins þ.e.56% gegn 44%.Flokkurinn er klofinn í herðar niður fyrir flónslega yfirlýsingu formanns flokksins Guðjóns Arnars um stuðningsyfirlýsingu við Magnús Þór varaform. og ótímabæra uppsögn formannsins á  Margréti sem framk.stj.flokksins svo og langvinnan lygaáróður Jóns Magnússonar og félaga í Nýju Afli um Margréti,einkanlega á útvarpsstöðinni Sögu.Allar þessar aðgerðir o.fl.gegn Margréti var þaulhugsuð langtíma aðgerð,sem einnig var að hluta til stefnd gegn föður hennar Sverri Hermannsyni frumherja og fyrsta form.flokksins.Það þarf mikið framapot samfara miklum pólutískum  siðferðisskorti og undirlægjuhætti að ráðast með þessum hætti á jafn hæfileikaríka, heiðarlega  dugnaðar konu eins og Margréti.Hún hefur starfslega borið þennan flokk á bakinu ef svo má að orði kveða frá stofnun flokksins.Hvar er nú þakklætið hæstvirtur þingmaður og flokksformaður Guðjón Arnar?

Margrét mun að sjálfsögðu íhuga vel og vandlega framtíð sína í stjórnmálum.Skoðunarkönnun fyrir nokkru sýndi að hún hefur á landsvísu fimmfalt meira kjósendafylgi en formaðurinn og fylgi varaformannsins var vart mælanlegt.Það er skiljanlegt eftir allt sem hún hefur lagt á sig fyrir uppbyggingu flokksins að henni þyki vænt um flokkinn sinn.Nú hafa nýir menn óverðskuldað tekið yfir öll völd í flokknum.Ætti hún ekki bara að bjóða þeim byrginn og fara fram á nýjum pólutískum vettvangi,þeir buðu upp á slíkan valkost og skulu gjalda hans.Gangi þér vel Margrét ,hver sem niðurstaðan verður,framtíðin er þín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir, allavega lokaorðin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð færsla og tek sérstaklega undir þetta "Gangi þér vel Margrét ,hver sem niðurstaðan verður,framtíðin er þín."

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.1.2007 kl. 21:49

3 identicon

Heyr, heyr !

ragnhildur (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 01:47

4 identicon

Já, og sandkassaleikurinn heldur áfram.......

Hvað er því til fyrirstöðu að sættast og koma sterkari til leiks fyrir vikið, hverju er áunnið við að rjúka í burtu í fýlu, sennilega ekki annað en það að ríkisstjórnin mun halda velli, og hver er þá hin raunverulegi sigurvegari...?

einar (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 10:21

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Margrét er einn af okkar efnilegustu pólitíkusum og því miður blasir við að lítill flokkur sem óttaðist að hann væri að missa "málið" sitt hitti fyrir dáitla tilviljun á nýtt "kvótamál" - hræðslu fólks við útlendinga.

Í stað þess að sýna framsýni og vinna með Margréti að því að gera Frjálslynda að alvöru flokki þá varð billega lausnin ofan á.

Margrét mun hins vegar án vafa eiga glæsta framtíð í stjórnmálum eins og þú segir Kristján, hvar sem það verður.

Dofri Hermannsson, 28.1.2007 kl. 11:57

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já það er skítalykt af þessu máli, upplifir undirrituð. Ég er ekki allveg inn í þessu, en hef það samt á tilfynningunni að þarna sé um valdapot í eigin hag, hjá núverandi forystu, frekar en að þeir séu að vinna að heilyndum fyrir flokkinn. Ég vona að Margrét eflist við þessar raunir og taki í kjölfar þeirra réttar ákvarðanir um sín næstu skref. Metnaður er góður, ef að hann er notaður rétt.

P.S. takk fyrir þínar athugasemdir við blogginu um Þórarinn og SÁÁ!

G.Helga Ingadóttir, 28.1.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband