AGS telja að núverandi skuldaúrræði dugi heimilum í landinu.

Þessi skoðun AGS sýnir glögglega skoðun sjóðsins á fjárhagsstöðu heimilanna í landinu.Það var náttúrlega löngu vitað að þeir bæru enga samúð til þeirra,sem minna mega sín í samfélaginu.Það er bæði ranglátt,heimskulegt og sýnir mikla einfeldni af forsvarsmanni sjóðsins að halda slíku fram.

Þeir geta reynt að ranghverfa málefni og blekkja þjóðina,en við höfum dug,þekkingu og  kjark til að losa okkur undan vægðarleysi sjóðsins.Annars er það yfirleitt græðgin ,sem tortímir sjálfri sér eins og dæmin sanna.

Eins og ég hef margsinnis endurtekið í pistlum mínum,þá styttist í að ríkisstjórnin verði leyst frá störfum og reyndar allt löggjafarþingið,sem er rúið öllu trausti eins og skoðanakannanir sýna 13%.Í staðinn verðum við að fá ótímabundna utanþingsstjórn valinkunnra manna meðan verið er að eyða spillingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband