Fylgi alþingis og ríkisstjórnar er nú undir 10%.

Löggjafarþinginu ber að víkja og starfsstjórn taki við meðan unnið er tímabundið að skipan utanþingsstjórnar.Við þurfum jafnframt að gera landið eins fljótt og auðið er að einu kjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar og jafnframt verði ákveðið að persónugjöra kosningar (kjósendur raði uppstillingu frambjóðenda á kjörseðla.)

Utanþingsstjórnin verður að endurreisa siðgæði og virðingu alþingis og sundurskilja þá langvinnu spillingu sem einkennt hefur samskipti löggjafarvaldsins við framkvæmda - og dómsvaldið.Þar ber hæst áhrif og samvinna fjármálastofna,banka og fyrirtækja sjávarútvegsins.Tugþúsundir heimila í landinu og fyrirtæki,sem nú hafa og eru að verða gjaldþrota vegna aðgerðarleysis stjórnvalda við stórglæpamenn sýna okkur augljósar afleiðingar græðginnar.Enn er verið að afskrifa miljarðaskuldir stórfyrirtækja hjá bönkunum á meðan þúsundir heimila verða gjaldþrota og eiga ekki fjármuni fyrir mat.Þjóðin hefur bæði kraft og getu að losna undan oki fjármálavaldsins og glæpamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband