Eru miðlablekkingar hættulegar sálarlífi auðtrúa fólks?

Miðlar hafa um aldir verið að blekkja fólk um, að  líf sé eftir dauðann.Allir hugsa náttúrlega hvað við tekur,en engar vísindalegar fastmótaðar niðurstöður  benda til framhaldslífs.Ég hef lesið töluvert um fjarskyggni,hlutskyggni,fjarheyrn,hugsanaflutning ,spádómsgáfu o.fl.yfirskilvitslegt.Vissulega virðast margir hafa djúpstæða hæfileika að lesa hugsanir fólks og spá fyrir óorðna hluti,en það nægir aðeins trúgjörnu fólki og sumum efasemdarmönnum.  Ég er engu nær og reyndar fjarlægist ég þá skoðun,að nokkur endastöð sé til nema dauðinn.Margt hef ég þó upplifað,sem ég get ekki skýrt,ýms dulræn fyrirværi,sem tengjast aðalega fjarskyggni og draumum.

Við erum öll leitandi sálir,sem viljum eílíft líf.Á þessa óskhyggju spila miðlar og alls konar spádómsfólk og tekur greiðslur fyrir.Eins og kunnugt er hafa margir miðlar um víða veröld snúið frá villu síns vegar og viðurkennt blekkinarvefi sína.Þeir hafa margir hverjir orðið síðar ágætir skemmtikraftar og nýtt sér vel hæfileika sína.

Mér finnst fremur sorglegt að hlusta á fólk,sem kemur af miðilsfundum uppveðrað af því að hafa náð sambandi við ástvini o.fl.Kannski liði manni betur að vera svona guðdómlega trúgjarn og gæti jafnvel hlakkað til lokadagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Góðan daginn. 

Að fara á miðilsfund til að fá huggun eftir ásvinamissi er ekki rétta leiðin. Aðeins viðheldur sorginni Fólk veltir sér upp úr aðstæðum í sorginni viðheldur henni á sársaukfullan hátt. Getur gengið svo langt að fólk þurfi að leita sér geðhjálpar.

Sorgin er ferli sem allir verða að takast á við í lífinu, horfast í augu við það sem hefur gerst. Það tekur tíma, við gleymum ekki ástsvinum okkar, en verðum að lifa áfram og finna gleðina á ný í lífunu þrátt fyrir það sem hefur gerst.

Margar bækur hafa verið skrifaðr um sálgæslu, um ástvinamissi.

Lítið kver efir Karl Sigurbjörnsson biskup og heitir "Til þín sem  þú átt um sárt að binda,"er góð leiðbeinig í hnotskurn um ástvinamissi. 

Ritið er skrifað á forsendum kristinnar trúar en getur að mínu mati höfðað til fleiri en kristinna.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 13.2.2007 kl. 07:26

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka þínar ágætu athugasemdir,áhugaverðar og gott innlegg inn í þessar umræður.Við gleymum ekki ástvinum okkar,en verðum að lifa áfram og finna gleðina á ný,eins og þú segir.Fólk velur ótal leiðir til að takast á við ástvinamissi,þar er engin ákveðin uppskrift,en mér hugnast ekki miðlafundir né annað andatrúakukl.Þar og í ýmsum ofsatrúarsöfnuðum er verið að vinna andlegt tjón á sálu fólks.Trúfrelsi er vandmeðfarið,en einhvers staðar verða þó skýr mörk að vera.

Kristján Pétursson, 13.2.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Zóphonías

Mig langar að forvitnast hvort þú telur ,,bókstafstrú" líkt og í Krossinum vinna minni skaða heldur en andatrú. Ég tel það nánast vera hið sama.  Fyrir mér skiptir það engu máli hvað fólk trúir á en vissulega er fólk mun viðkvæmara eftir ástvinamissi samt hefur það fullkomið frelsi til að velja sér leið til að vinna úr honum. Fyrir mér er það nokkuð sama hvort viðkomandi telur ástvin sinn í himnaríki eða á einhverjum öðrum stað.

Zóphonías, 13.2.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég er sjálfsagt ekki dómbær á hvort" bókstafstrú "vinni meiri eða minni skaða en andatrú.Stundum virðist manni" bókstafstrú" geta orðið æði ofsafengin og  þrengja hið trúarlega svið kristinnar trúar.Það er líka erfitt að alhæfa neitt í þessum efnum,því engir tveir kennimenn túlka hlutina eins.Svonefnd andatrú er meira heimatilbúin útfærsla á trúnni og getur oft reynst hættuleg auðtrúa fólki og efasemdarmönnum.Aðgát skal höfð í nærveru sálar.  

Kristján Pétursson, 13.2.2007 kl. 21:15

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir pistilinn Kristján.  Ég er húmanisti og trúi ekki á yfirskilvitleg fyrirbæri trúarbragða, miðla og kuklara.  Það er margt sem skynfæri okkar nema ekki, t.d. röntgen geislar, en þetta eru vel skilgreind fyrirbæri sem hægt er að sýna fram á með vísindalegum aðferðum.  Úr þessum eiginleikum náttúrunnar er hægt að búa til tæki sem gagnast okkur, sbr. röntgenmyndatæki og rafeindasmásjá.  Það hefur aldrei neitt nytsamlegt komið út úr miðilsgáfu eða horfnum öndum.  Penn & Teller eru töframenn í USA sem hafa flett ofan af nokkrum miðlum og nú er það að gerast æ og sí að flett er ofan af fleirum.  Það er átakanlegt að heyra í Þórhalli miðli í útvarpinu velta út úr sér bullinu.  Hindurvitni ala á rökleysum og skerða ályktunarhæfni fólks.   Mikill tími og fjármunir fara til spillis í landinu vegna þessa.    Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 15.2.2007 kl. 08:39

6 Smámynd: halkatla

ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta heldur, ég fór einu sinni til miðils og ætlaði alltaf að fara aftur en svo liðu bara árin og ég er eiginlega orðin alveg afhuga því núna. Mig langar ekkert að raska ró látinna og ég hef illan grun um að of margir svokallaðir miðlar séu að blekkja fólk og þá mest viðkvæmt fólk sem er nýbúið að missa einhvern. Ég er samt alveg opin fyrir öllu og trúi svo sannarlega á yfirskilvitleg fyrirbæri og ef einhver dulræn öfl vilja leita mig uppi, þá vita þau hvar ég á heima... sammála Svani með afrek Penn og Teller, ekki má gleyma James Randi. 

halkatla, 15.2.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband