Viðskiptavinum sýnd lítilsvirðing og ranglæti af ísl.bönkum með okurlánum.

Nú hefur verið upplýst að ísl.bankar á Norðurlöndum,Bretlandi og víðar lána þarlendum viðskiptavinum sínum lán,sem bera um helmingi lægri vexti en hér á landi.Enn og aftur þurfa Íslendingar að upplifa ranglæti af þessu tagi,þekkt var að við urðum að greiða tvöfalt hærra fargjald með Flugleiðum milli Íslands og Bandaríkjanna miðað við útlendinga.Líta bankarnir á okkur Íslendinga,sem einshvers konar annars flokks úrtýning af mannverum,sem hægt er bliðgunarlaust að traðka á.

Þessu ranglæti ísl. banka gagnvart sínni eigin þjóð  virðast engin mörk sett.Hér á landi hafa bankar samráð um innláns- og útlansvexti og aðra lánafyrirgreiðslu.Við eigum ekki í önnur hús að venda,ef við tökum lán í erlendri mynt fer það í gegnum bankana með  2-3% álagi og erum svo með handónýta krónu sem fer upp og niður eins og baramet.Hingað vilja ekki erlendir bankar koma,markaðurinn er of lítill.

Við sitjum bara í súpunni aðklemmdir af frjálshyggju græðgi og verðtrygginar brjálæði,sem er að setja hundruð heimila í gjaldþrot.Ætlar stjórnarandstaðan að vera áfram aðeins áhorfandi að þessu stjórnleysi ríkisstjórnarinnar.Þurfum við að búa við svona ranglæti og lítilvirðingu endalaust?Af hverju getum við ekki tekið upp alvöru mynt og verið gjaldgengir meðal alvöruþjóða? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þegar ég sá þessa frétt á stöð 2 þá velti ég nú bara fyrir mér hvort það færi ekki bráðum að koma bylting....

halkatla, 26.2.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ja...það bara hlýtur að koma að því að það er ekki hægt að blóðmjólka aumingans islendinginn lengur....og að hann fái nóg og geri eitthvað róttækt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Ólafur fannberg

þetta endar einn daginn með byltingu

Ólafur fannberg, 26.2.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Innlánsvextir hérna eru þeir hæstu í heimi. Bankarnir taka einungis muninn milli innláns og útláns vaxta. 

Segju að það séu 10% innlánsvextir og 12.5% útláns. Þá eru þeir ekki að taka 12.5% vexti. Þeir eru að taka 2.5%.  

Byltingin étur börnin sín. byltingar hafa alltaf leitt af sér verra ástand heldur en var fyrir.  

Fannar frá Rifi, 27.2.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Kristján, þú segir: Af hverju getum við ekki tekið upp alvöru mynt og verið gjaldgengir meðal alvöruþjóða? 

Við þessi segi ég bara, já af hverju ekki?

Sigfús Sigurþórsson., 28.2.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband