"Lögformlegur" þjófnaður á sameign þjóðarinnar, sem var jafnframt brot á Stjórnarskránni.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða frá l984 eru allir nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar.Markmið laganna er að stuðla að  verndun og hagkvæmri nýtingi þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð  i landinu.Úthlutun veiðiheimilda samk.lögum þessum myndar ekki eignarrétt  eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildinni.Þrátt fyrir þessi skýru ákvæði  l.gr.laganna var stax í skjóli íhalds og Framsóknafl.farið að selja ,leigja og veðsetja fiskveiðiheimildir fyrir tugi miljarða kr.Strax og lög voru sett um stjórn fiskveiða átti náttúrlega að setja lög um nýtingarétt fiskveiðiheimilda með hæfilegu gjaldi til ríkisins og tryggja sjávarbyggðir í landinu .Framsókn og íhaldið höfnuðu ávallt slíkum tillögum.

1991 voru svo sett lög um að heimila sölu og leigu fiskveiðiheimlda,án þess að breyta lögum um stjórn fiskveiða og sameignarrétt þjóðarinnar á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum.Að sett skyldu lög sem heimiluðu beinan þjófnað á auðlindinni verður ávallt smánarblettur á sögu lands og þjóðar. Kvótinn margfrægi var afhentur nokkrum stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins,sem voru í góðum tengslum við íhaldið og Framsókn.Þessi fyrirtæki soguðu til sín nær allar aflaheimildir úr langflestum smærri sjávarbyggðum landsins.Í stað þess að tryggja trausta atvinnu og byggð eins og þessir stjórnmálafl.höfðu lofað , leiddi þessi breyting til eymdar ,atvinnuleysis og húseignir og atvinnufyrirtæki  urðu verðlaus.

Og nú stöndum við enn á þeim tímamótum að sömu flokkar vilja setja í Stjórnarskrá þennan lögformlega þjófnað frá l991 á  óbreyttu núverandi  fiskveiðistjórnunarkerfi  og fiskveiðiheimilidum.Nú er mælinn fullur,það verður að koma þessum flokkum endanlega  út úr ísl.stjórnsýslu.Í þessum málum hafa verið framkvæmdir langstærstu fjárhagslegir glæpir Íslandssögunnar.Á enginn að þurfa að svara til saka í þessum málum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Kristján

Ég er andvígur því að breyta stjórnarskránni með þessum hætti, enda stutt til kosninga og mér líkar aldrei þegar að menn gerðu uppskurð á stjórnarskrá svo skömmu fyrir kosningar og engin sátt sérstaklega í því ljósi er ekki gott. En það má eflaust deila lengi um þetta, en ég styð ekki breytinguna og myndi ekki styðja það væri ég t.d. á þingi.

Kvótakerfið er ekki gallalaust, hef talið það skárstu lausnina en ekki fullkomna. Að mörgu leyti erum ég og Kristinn Pétursson á Bakkafirði skoðanabræður í þeim efnum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.3.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Bara ef Tiger Woods væri í framboði.

Björn Heiðdal, 14.3.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ekki þarf ég sennilega að taka það fram að ég er ekki hlynntur því að breyta stjórnarskránni að ekki betur athuguðu máli en raun ber vitni, þar sem ég hef sagt það mjög víða hér á blogginu.

Get verið þér ósammála líka Kristján hvað varðar kvótakerfið þó að það sé að sjálfsögðu ekki fullkomið, enda verður sennilega aldrei fullkomið kerfi til meðan maðurinn er ekki sjálfur fullkominn sem á að fara eftir því.

Það að taka gjald af kvótanum sem rinni í ríkissjóð sem leigutekjur væru ekkert annað en skattur á sjávarútveginn og myndi skerða samkeppnisaðstöðu hans. Reyndar kæmi það gjald að einhverju leiti í staðinn fyrir kaup og sölu kvóta á milli útgerða en ég sé ekki fyrir mér hvernig þessi leigu hugmynd eigi að virka.

Á að leigja hæstbjóðanda? Eiga útgerðarfélögin að bjóða í kvótann árlega? Verður hann leigður bara fyrir fast gjald? Verður hann leigður þeim sem fyrst sækja um eða skipt á milli þeirra sem sækja um?

Sama hvaða leið í þessu yrði farin myndi það auka á allt óöryggi og óvissu í greininni sem kæmi engum íslendingi vel.

Hef líka bent á það víðar að sú hagræðing sem hefur átt sér stað með því að færa kvótann í fáar og stórar einingar var breyting sem þurfti að eiga sér stað. Það er breyting sem þarf líka að eiga sér stað í landbúnaði og hefur hún átt sér stað þar núna í nokkur ár. Þessar breytingar eru landsbyggðinni erfiðar meðan þær eru að ganga í gegn.

En sennilega verðum við Kristján að vera sammála um að vera ósammála hvað þetta varðar.

Ágúst Dalkvist, 15.3.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég ætla ekki Ágúst að reyna að brúa bilið milli okkar í sjávarútvegsmálum.Ég er að tala um lágt gjald af kvótanum,sem er fyrst og fremst staðfesting á eignarrétti þjóðarinnar á auðlindinni.Ég hef ekki sagt,að tekinn verði neinn kvóti frá útgerðinni,verði hins vegar aflaheimildir auknar frá því sem nú er,vil ég að þeim verði úthlutað sem byggðakvóta  á lágu verði til þeirra byggðalaga,sem verst eru stödd.Framsal  eða leiga á kvóta  frá þessum  byggðakvótum til annara staða sé óheimil.Kvóti sem ekki er nýttur á að renna til ríkissjóðs,sem endurúthlutar honum. Þetta er nú ekki flóknara en þetta.Hinn lögformlegi þjófnaður á þjóðareigninni er náttúrlega stóra málið um það mættir þú gjarnan  kæri Ágústhafa einhverjs skiðun.

Kristján Pétursson, 15.3.2007 kl. 16:24

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég ætla ekki Ágúst að reyna að brúa bilið milli okkar í sjávarútvegsmálum.Ég er að tala um lágt gjald af kvótanum,sem er fyrst og fremst staðfesting á eignarrétti þjóðarinnar á auðlindinni.Ég hef ekki sagt,að tekinn verði neinn kvóti frá útgerðinni,verði hins vegar aflaheimildir auknar frá því sem nú er,vil ég að þeim verði úthlutað sem byggðakvóta  á lágu verði til þeirra byggðalaga,sem verst eru stödd.Framsal  eða leiga á kvóta  frá þessum  byggðakvótum til annara staða sé óheimil.Kvóti sem ekki er nýttur á að renna til ríkissjóðs,sem endurúthlutar honum. Þetta er nú ekki flóknara en þetta.Hinn lögformlegi þjófnaður á þjóðareigninni er náttúrlega stóra málið um það mættir þú gjarnan  kæri Ágúst hafa einhverjs skoðun.

Kristján Pétursson, 15.3.2007 kl. 16:26

6 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ekki er ég löglærður maður Kristján en auðvitað hef ég skoðun á þessu eins og öllu öðru.

Í fyrsta lagi eins og þú veist þá er ég á móti þessari breytingu á stjórnarskránni eins og er. Vil að það sé hlustað á fræðimenn í þessu máli, þeir ættu að vita töluvert um þetta mál. Ég vil að málin séu skoðuð niður í kjölinn, sérstaklega þegar stjórnarskráin á í hlut.

Hins vegar þetta með að lögfesta einhvern þjófnað þá get ég líka verið ósammála þér í því.

Lögin segja í dag að þjóðin eigi auðlindir hafsins þó að einstakir aðilar fái nýtingarrétt á honum í formi kvóta. Það er ekkert annað en það sem er verið að gera tillögu um að setja í stjórnarskrána. Get ekki með nokkru móti túlkað það á þann veg að það sé verið að stela nokkrum hlut.

"Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum. "

"Ekki skal ÞETTA vera því til fyrirstöðu......." Segir ekkert um það að það megi ekki setja eitthvað í lög sem banni að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota.

Ágúst Dalkvist, 15.3.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband