Ljúgðu sannfærandi og samfellt nógu lengi og oft,þá getur lýgin fundið sér varanlegt athvarf.

Áróðursmeistarar  einkanlega einræðisríkja hafa  í gegnum árin náð að þróa ákveðnar sannfærandi vitundavakningar með alls konar blekkingum.Samfelld og stöðug lýgi,sem er spunnin saman úr mörgum þráðum,sem geta gert heildarsviðið trúverðugt og  jafnframt auðveld að viðhalda því.Það virðist eins og spunameistarar Sjálfstæðisfl.hafi verið sérstaklega skólaðir á þessu sviði.Nú er það Ingibjörg Sólrún,sem spunnið er í kring um og reynt að loka lygavefnum umhverfis hana.Á blogginu eru margir Sjálfstæðis - og Framsóknarmenn ,sem hafa þetta sem megininntak í sínum áróðursrgreinum,að níða hana  niður og gera eins tortryggilega og mögulegt er.Sömu aðferðum er beitt í Morgunblaðinu.Ég minnist þess ekki að hafa séð jafn langvinna og samfella rógsaðför að ísl.stjórmálamanni um árasíð,nema ef vera skyldi  hin heiftuga aðför Framsóknarmanna að Gylfa Þ.Gíslasyni á sjöunda áratug s.l.aldar.

Það er mjög hættulegt lýðræðinu ef stjórnmálaflokkar með skipulögðum hætti reyna að eyðileggja mannorð og stjórnmálaferil andstæðinga sinna með látlausum rógi og ósannyndum.Svo virðist,sem Sjálfstæðisfl.sé að takast þetta að einhverju leiti,sé miðað við fylkistap Samfylkingarinnar.Þetta eru siðferðislausar og afar ógeðfelldar baráttuleiðir,sem kjósendur verða  að skoða vel.Sá stjórnmálafl.sem styður svona aðgerðir á að fá skell,kjósendur einir geta gefið honum þá ráðningu.Þessar aðfarir gegn ISG eru áberandi karllægar,kannski vegna þess , að hún er eina konan,sem gegnir formannsstöðu í stjórnmálafl.hér á landi.

Ég skora sérstaklega á konur  og reyndar karlmenn líka að þétta sínar raðir umhverfis Ingibjörgu Sólrúnu,fellum níðstangir íhalds og framsóknar jafnharðan og þær koma upp.Nú er lokasóknin hafin og endar inn í kjörklefunum.Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna, þar eigum við öll athvarf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ég minnist þess ekki að hafa séð jafn langvinna og samfella rógsaðför að ísl.stjórmálamanni um árasíð,nema ef vera skyldi  hin heiftuga aðför Framsóknarmanna að Gylfa Þ.Gíslasyni á sjöunda áratug s.l.aldar."

Hún gekk nú ágætlega aðförin að Óla Jó. með ágætri aðstoð sumra.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Gott blogg hjá þér Kristján en þú gleymir einu mikilvægu atriði og það er að koma með dæmi um ósanngjarnan áróður gegn ISG.

Var það t.d. ósanngjarn áróður hjá mér þegar ég bloggaði um það að ég hefði verið á fundi með ISG þar sem að allar hennar fullyrðingar voru rangar og fór hálfur fundurinn í að leiðrétta þær.

Því miður kæri Kristján þá held ég að ISG hafi átt inni fyrir megninu af þeirri gagnrýni sem á henni hefur dunið. Hins vegar má snúa þessu bloggi við og segja að ef samfylkingin lýgur því nógu lengi og oft að sjálfstæðismenn séu eitthvað sérstaklega að leggja ISG í einelti gæti verið að hún geti falið eigin klaufaskap á bak við það. En miðað við skoðanakannanir er það nú samt ekki að gerast enn sem komið er.

Ágúst Dalkvist, 20.3.2007 kl. 23:58

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Beitt færsla Kristján. Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að segja í talsverðan tíma. Frá því að Ingibjörg Sólrún söðlaði um og fór í landsmálin hafa Sjálfsstæðismenn (sérstaklega) hamrað á henni og snúið út úr öllu sem hún hefur sagt. Þið munið eftir frægu Borgarnes ræðunum. Þar var öllu snúið á haus sem fram kom, ekki það að þessi ræða hafir verið neitt tímamótaræða, fín hógvær ræða sem sumir hefði átt að kynna sér áður en menn birtu stríðsfyrirsagnir úr henni. Eins með ræðu hennar á flokkstjórnarfundinum í Keflavík í haust, ég var á þeim fundi, það sem hún sagði um að kjósendur treystu ekki þingflokknum ENN, var snúið á hvolf líka.

Svo það nýjasta er að finna í "fréttaskýringu" Agnesar Bragadóttur, þar sem búið er að leiðrétta rangfærslur. Einnig hafa bloggarar verið að snúa út úr viðtali við Ingibjörgu í Íslandi í dag í fyrrakvöld, þar sem hún benti á það augljósa að Hafnfirðingar væru að kjósa um skipulagsmál í Hafnarfirði - sem allir ættu að vita.

Ég gæti haldið endalaust áfram.

Eggert Hjelm Herbertsson, 21.3.2007 kl. 09:35

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Það er þér vart sæmandi Ágúst að vera með tilvísun á einhvern fund með ISG,þar sem þú segir að allar hennar fullyrðingar væru rangar og fór hálfur fundurinn í að leiðrétta það.Ert þú að tilgreina einhver dæmi um rangar fullyrðingar ISG? Nei náttúrlega ekki,bara sama slúðrið að "LEIÐRÉTTA EITTHVAÐ." Bloggið mitt fjallar um róg og ósannyndi sjálfstæðismanna almennt ,sem ekki er grundvallaður  á ákveðnum tilvikum eða málefnum.Ef menn eru hins vegar að deila  heiðarlega um ákveðin málefni flokkast það ekki undir róg eða níð. Efnislega skortir mig ekki málaefni að fjalla um auðhyggju og græðgi frjálshyggjunnar.Hef gert það í ótal greinum og mun væntanlega láta íhaldið fá verðskuldaðan skammt fyrir kosningar.

Kristján Pétursson, 21.3.2007 kl. 14:26

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þessi einhver fundur var aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi.

Þar var hún að telja um kostnað sem kúabændur þurfa að bera og var með helmingi of lágar tölur hvað varðar kostnað við fjósbyggingar og munar um minna.

Sama má segja um tölur sem hún nefndi í sambandi við stuðning til bænda en þær tölur voru helmingi of háar en í rauninni er og svo mætti áfram telja.

Ekki skrýtið að samfylkingin komist að skrýtnum niðurstöðum þegar heimildavinnan er ekki betri en þetta.

Fyrir klaufamistök eins og þessi og mörg önnur sem ISG hefur gerst sek um síðan hún helti sér út í landsmálin geta einfaldlega ekki verið sjálfstæðismönnum að kenna.

Málin sem Eggert nefnir hér að ofan sem dæmi um "útúrsnúninga" sjálfstæðismanna dæma sig sjálf. Það er ekki eins og hún sé eini forystumaður stjórnmálaflokks sem má þola svona "útúrsnúninga". Jón Sig. og Geir hafa fengið sinn skerf og líka einnig Addi og Steingrímur J. en enginn þeirra hefur vælt eins mikið yfir því eins og samfylkingarfólk gerir varðandi ISG.

Þess vegna verð ég að vísa þessari fyrirsögn þinni Kristján til föðurhúsanna. Mesta lygin í sambandi við þetta allt er að það sé sjálfstæðismönnum að kenna hvað Ingibjörgu og hennar flokki gengur illa og það er skrýtið að þið skuluð ekki enn fatta það að þessi málatilbúnaður er ekki að skila ykkur neinu fylgi.

Hef séð blogg frá þér sem eru málefnaleg og vona að þú látir íhaldið fá verðskuldaðan skammt af þeim fyrir kosningar þó að það sé ekkert slæmt við það heldur að þú komir með svona blogg líka við og við því að það eykur fylgi sjálfstæðisflokksins

Ágúst Dalkvist, 22.3.2007 kl. 00:33

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Þú ert skemmtilegur,en átt í dálitlum erfiðleikum að skilgreina staðreyndir frá útbleyttum íhaldsáróðri.Hefur þú fengið staðfest frá réttum aðilum,að ISG hafi farið með rangt mál varðandi kosnað bænda af fjósabyggingum.Ég er að láta skoða þetta í ráðuneyti Guðna fjósameistara og fá staðfest hvað Ingibjörg sagði.

Ertu að reyna að segja mér Ágúst,að áróður og rógur íhaldsins gangvart ISG sé svo bitlaus og vitlaus,að hann beri engan árangur.Þú hefur ekki mikla trú á spunavef þinna manna ,telur að Ingibjörg sé stöðugt að skjóta sig í fótinn og tapa þannig fylgi.Heldur þú að kona,sem þrisvar sinnun lagði íhaldið  af velli hjá Reykjavíkurborg viti ekki hvað getur skaðað hana mest.Það er stöðugur rógur og lýgi stjórnarflokkanna,sem óttast  mest af öllu að Samfylkingin byndi enda á þessa úræðalausu og langþreyttu ríkisstjórn.Þurfir þú að vísa einhverju til mín,þá er það nóg.Föðurhúsa kenningin er gömul og fjarlæg.

Kristján Pétursson, 22.3.2007 kl. 13:48

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það voru réttir aðilar á þessum fundi og ISG fékk þetta sjálf staðfest sem og allir aðrir strax á staðnum .

Já ég þori að fullyrða það að ISG er alltaf að skjóta sig í fótinn og tapa þannig fylgi. Það þarf enga áróðursmeistara úr öðrum flokkum til að sjá það og benda öðrum á það. Það sjá það flestir sem eitthvað fylgjast með.

Hins vegar er ég alveg eins og þú yfir mig hissa á henni og skil ekki hvað hefur breyst. Ég sá í henni frábæran pólitíkus þegar hún var borgarstjóri en einhvern veginn síðan hefur hún verið óskaplega óorðvar. Afhverju veit ég ekki. Það er hins vegar alveg ljóst að hún hefur tapað það miklu trausti almennings að hún á aldrei eftir að vinna það upp, svo ég vona að hún verði formaður samfó sem lengst , það mun tryggja mínum mönnum sigur í öllum kostningum á meðan.

Ágúst Dalkvist, 22.3.2007 kl. 16:54

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær pistill og allt rétt og satt sem sagt er um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Það er leitun að öðrum eins stjórnmálasköringi sem þar að auki lætur ekki koma sér í skylmingastöðuna eins og karlmönnum úr pólitíkinni er svo gjarnt.

En það er líka í fínu lagi Ágúst, haltu bara áfram að skylmast.

Edda Agnarsdóttir, 23.3.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband