Ný tekjulind fjármálaráðhr.Tekjur af vændi bera virðisaukaskatt.

Nú munu þegar 1-2 aðilar hafa sótt um virðaukaskattnr.vegna væntanlegs vændisrekstur.Hingað eru þegar komnar 30-40 konur frá A-Evrópuríkum til að sinna þessum viðskiptum á vegum ísl.fyrirtækja.Reyndar eru þessar starfsstúlkur til bráðabyrgða nefndar listakonur meðan verið er að ganga formlega frá starfsheitum þeirra hjá útlendingaeftirlitinu.

Fjármálaráðhr.og ríkisstjórnin,sem hálfsofandi samþykktu þessi lög síðasta dag þingsins  ættu að skammast sín og aðrir þeir sem léðu þessu máli liðsinni.Höfum við ekki næg vandamál fyrir,nú bætist við fíkniefnavætt vændi,sem fylgir mannsal og þrælahald .Við verðum  hér með nokkur vændisútibú,sem verða rekin af ísl.leppum rússnesku mafíunnar eins og víðast í Evrópu.Ég get upplýst þá sem ekki vita,að langflestar vændiskonur fá stærstan hluta af sínum greiðslum í hörðum fíkniefnum eins og kókain og heroin.

Við höfum að mestu verið lausir við heroinneyslu hérlendis,en með tilkomu reksturs vændishúsa mun heroinneysla verða hér að veruleika. Á fíkniefnum grundvallast  stjórn og rekstur   vændishúsa .Ég kynnti mér þessi mál á sínum tíma þegar ég var löggæslumaður bæði í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópuríkjum og hef skrifað fjölda greina um fíkniefnamál. Það verða kannski ekki  eins miklar tekjur ríkissjóðs af  virðisaukaskatti v/vændisreksturs og þeir hafa vænst af samþykkt þessa laga.

Ennþá fáum við staðfestingu á því hvað auðhyggjan og græðgin geta komið til leiðar.Hvenær verða kjósendur búnir að fá nóg af þessari óheilla og heimsku ríkisstjórn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég segi það sama mér ofbýður þessi heimska og mun að sjálfsögðu ekki kjósa þá sem komu þessum lögum á koppinn.  Þetta frjálshyggju kjaftæði að allt sé leyfilegt langt út fyrir allt almennt velsæmi er mikið áhyggjuefni.  Ég efast um að þeir þingmenn sem stóðu á bak við þessi lög vilji að dætur þeirra, mæður eða frænkur finni sér starfsvettvang við vændi! 

Fyrir mér er vændi ekkert annað en kynjabundið ofbeldi, til þess fallið að grafa undan mannréttindum kvenna hérlendis.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.3.2007 kl. 08:10

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Mér þykir ljóst að þessi lög falla um sjálf sig.

Ekki má þriðji aðili hafa hag af vændinu en ef það er skattskylt þá er ríkið orðið þriðji aðili að mínu mati.

Tek undir það, afskaplega heimskuleg lög.

Ágúst Dalkvist, 25.3.2007 kl. 11:17

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Það er rétt hjá þér Ágúst, lögin eru heimskuleg og  hafi ríkið sem þriðji aðili hag af vændinu vegna innheimtu skattgreiðslna,er það hugsanlega búið að brjóta lögin.( Þarf að kynna mér lögin betur í þessum efnum )Þakka þér Ester fyrir þitt ágæta framlag í þessa umræðu.

Kristján Pétursson, 25.3.2007 kl. 14:11

4 Smámynd: halkatla

pistlarnir þínir fá mann alltaf til að hugsa...  ég held að þetta muni bara enda illa, einsog flestir aðrir ofurfrjálshyggju tilburðir stjórnarinnar - ég var ekki einu sinni búin að spá í þessu með dópið. Takk fyrir upplýsingarnar Kristján! 

halkatla, 25.3.2007 kl. 15:47

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sorglegt að þurfa að ræða þetta mál, ég er að vona að þetta sé handvömm en ekki vilji eins eða neins, en því miður hefur umræða síðustu daga gert þessar vonir daufari.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.3.2007 kl. 16:41

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er svo sammála þér í þessu, þetta er hræðilegt, veit ekki hverjar afleðingarnar munu verða, en þær verða ekki góðar.

Inga Lára Helgadóttir, 25.3.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Hver er munurinn á hóru og stjórnmálamanni?

Björn Heiðdal, 25.3.2007 kl. 23:25

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Úps, Björn þetta var svolítið hart, en ég á samt erfitt með að svara þessu

Inga Lára Helgadóttir, 26.3.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband