Sviku meira en helming kosningaloforða og stefnumála fyrir kosningarnar 2003.

Teknir hafa verið saman listar yfir ályktanir Framsóknarfl.og Sjálfstæðisfl.fyrir kosningarnar 2003.Blaðamennirnir Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson kynntu sér athyglisverðustu kosningaloforð flokkanna og hafa lagt hlutlaust mat á við hvað var staðið af þessum ályktunum flokkanna og hvað ekki. Tekin voru til miðviðunar 20 veigamestu kosningaloforð hvers flokks um sig.Niður stöður voru þessar:Sjálfstæðisfl.hafði staðið við 7 ályktanir,13 svikin.Framsóknarflokkurinn hafði staðið sig nokkuð betur, staðið við 10 ályktanir, en svikið 10.

Það er engin furða þó aðeins 27% þjóðarinnar treysti löggjafarvaldinu, þegar fyrir hverjar kosningar eru búnir til langir loforðalistar um úrbætur á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins,sem jafnharðan eru sviknir.Ríkisstjórnin ætlar sér sýnilega að slá út öll fyrri kosningaloforð fyrir komandi kosningar,enda slá þau hátt í 100 miljarða þakið.Þjóðin á að vita af fenginni reynslu,að þetta eru hreinar blekkingar og taka ekkert mark á þeim.

Á þessum svikna loforðalista er fjöldi stórmála,sem varða þjóðina miklu.Má þar m.a.nefna:Ákvæði verði sett í stjórnarskrá  um að fiskistofnarnir við landið séu sameign þjóðarinnar.Sjúkratryggingar taki sambærilegan þátt í kosnaði vegna tannviðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu.Almennra verðtryggingu lána til skemmri tíma en 20 ára.Lokið verði við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.Fallið verði frá kröfum um ábyrgð þriðja á láni frá LÍN.Lögð áhersla á að lækka stórlega fasteignagjöld á eldri borgara.Skylduáskrif af fjölmiðlum verði afnumin  nú þegar.Að stimilgjöld af  verðbréfum verði afnumin.Afnán tekjutengingar í námlánakerfinu svo námsmönnum sé ekki refsað fyrir vinnu.Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu óviðunandi og engin á að þurfa að bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Hér eru aðeins nokkur dæmi tilgreind fyrir síðustu kosningar  af þessum makalausu loforðasvikalistum ríkisstjórnarfl.

Enn og aftur spyr maður sjálfan sig,hvort engar staðreyndir um sífelld loforðasvik þessa flokka dugi til að sýna þjóðinni fram á hversu óhæf og úrræðalaus þessi ríkisstjórn er.Kjósendur verða að kynna sér þessi mál,við getum og meigum ekki láta þessa flokka halda meirihluta í komandi kosningum.Sýnum að lýðræðið geti velt auðhyggju og græðgi úr valdastólunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Takk fyrir fínan pistilum svikin loforð Kristján. Það er nauðsynlegt að benda fólki á þetta.

Andrea J. Ólafsdóttir, 8.4.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég hef aldrei skilið kosningaloforð. Frekar ætti að koma með þau markmið sem flokkar ættu að stefna að. þetta er nokkuð sem á við um alla flokka, ekki bara þá sem eru við stjórn núna. En það væri gaman að sjá minna af loforðum og mikið af breytingum til hins betra af þeim sem sitja við stjórn. Ég skil ekki þegar verið er að tala um að lofa einhverju, svo hefur sú sama stjórn verið við stjórn lengi, af hverju hefur því ekki verið lokið sem þeir vilja ná fram ? Þetta á við um alla flokka og bæði í landsmálum og sveitarstjórnum....  og Sjálfstæðisflokkur er nú bara nýbúinn að taka við borginni sko....

Inga Lára Helgadóttir, 8.4.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fínustu pistlar hjá þér Kristján P.  Það er alveg tími til að tala tæpitungulaust um þetta fram að kosningum & sjá hvort að þessi miðill hérna á blogginu fær fólk alla vega til þess að vega & meta í kjörklefanum.

 S.

Steingrímur Helgason, 9.4.2007 kl. 01:20

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þetta eru ljótar niðurstöður en koma ekki á óvart.

Hljóta að vera langflestir sem eru búnir að sjá í gegnum loforðalista stjórnmálaflokkana. Sennilega þess vegna hefur stjórnin þetta mikið traust, það mikið að hún er farin að mælast í meirihluta aftur í skoðanakönnunum. Fólk getur treyst því sem búið er að gera og sér í hvað stefnir hjá þeim flokkum sem nú eru við völd. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar ekkert nema loforðin og þeim er fólk löngu hætt að treysta.

Það er nefnilega svo að það er landlægt hér á landi og sennilega víðar að stjórnmálaflokkar standa ekki við yfirlýst loforð og er engum flokki hér á landi treystandi til að breyta því.

Ágúst Dalkvist, 9.4.2007 kl. 15:20

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Ágúst þú ert svo yfirhlaðinn af íhaldsáróðri,að þú réttlætir allt sem þeir gera og telur þig sjá fram á veginn í hvað stefnir hjá ríkisstjórninni.Fjarskyggnir menn geta vissuleg verið nýtilegir,kannski býrð þú yfir miðilshæfileikum á þessu sviði.Ég skil hins vegar ekki hvernig stjórnarandstaðan á að standa við kosningaloforð,hún er í minnihluta og ræður engu.Það er svo sem allt í lagi að skjóta sig litillega í fótinn.

Kristján Pétursson, 9.4.2007 kl. 15:56

6 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þú misskilur eitt atriði hjá mér Kristján og það er að ég réttlæti allt sem íhaldið gerir. Sagði í síðustu athugasemd "Þetta eru ljótar niðurstöður en koma ekki á óvart". Við verðum bara að velja úr því besta sem við höfum.

Kannski þú vitir ekki Kristján að þó nokkrir í samfylkingunni hafa verið í ríkisstjórn og ekki ólíklegt að einhver þeirra fái að komast aftur í stjórn ef samfylkingin kemst í þá aðstöðu. Ekki voru þau síður sökuð um á sínum tíma um að svíkja kosningaloforð.

Ef ég hef skotið mig í fótinn við að fullyrða að það sé landlægt að svíkja kosningaloforð þá hefur það verið svo lítil skráma að hún er þegar gróin

Ágúst Dalkvist, 9.4.2007 kl. 23:18

7 Smámynd: halkatla

alltaf rosalegir pistlar hér á bæ

halkatla, 11.4.2007 kl. 14:22

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir góðan pistil Kristján, það er athyglisvert að sjá íhaldsmenn afsaka sig í þessu, þeir gera sér greinilega ekki grein fyrir merkingu orðsins "loforð", en ég er feginn að Ágúst benti á afstöðu íhaldsins, það lýsir þeim best sjálfum hvernig þeir skilgreina orðið "loforð". Samkvæmt mínum bókum er loforð eitthvað sem þú átt að reynda standa við, og ef þú getur það ekki, þá er það minnsta að sýna það manndóm að viðurkenna mistökin. En nei, íhaldið er bara með útúrsnúning.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband