Sjálfstæðisfl.og VG vilja koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB.Vantraust á þjóðina.

Í umræðum stjórnmálafl.um utanríkismál á Selfossi í kvöld ,kom eins og oft áður skýrt fram,að VG og íhaldið vilja koma í veg fyrir,að Ísl.sæki um aðild að ESB.Af hverju þora þessir flokkar ekki,að vel skilgreindar niðurstöður þjóðarinnar fyrir inngöngu í bandalagið verði lagðar til samþykktar eða höfnunar af þjóðinni.Það er löngu þekkt, að íhaldið sé mótfallið þjóðaratkvæðagreiðslum,en afstaða VG hefur ekki verið með þeim hætti.Við verðum að sækja um inngöngu í ESB ,til að fá fram formlegar viðræður.Í dag koma ýms  efnahagsmál þjóðarinnar í veg fyrir slíkar umræður s.s.verðbólga,vextir o.fl.Það getur því tekið nokkur ár,að við uppfyllum kröfur um inngöngu ESB.

Fátt fer meira í taugarnar á mér þegar andstæðingar ,að inngöngu í bandalagið gefa sér fyrirfram niðurstöður úr slíkum viðræðum.Hér er um að ræða marga málaflokka,en í hugum okkar Ísl.eru hinar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar til lands og sjávar það sem mestu varðar.Það eru allir flokkar sammála um að við deilum ALDREI sameignum þjóðarinnar með ESB.Við ættum að skoða vel sameiginlega hagsmuni okkar og Norðmanna í fiskveiðimálum gagnvart bandalaginu.ESB verður að tryggja sínum ríkjum nægan fisk um ókomin ár og við ásamt Norðmönnum þurfum á þeirra mörkuðum að halda. Hér gætu því orðið gagnkvæmir samningar um, að við réðum áfram yfir okkar fiskiveiðilögsögu gegn sölu fiskafurða til ESB.Rómarsamningurinn er ekki óbreytanlegur varðandi fiskveiðiheimildir,það hefur þegar sýnt sig.Aðalmálið er,  að fram fari viðræður,svo við vitum nákvæmlega hver staða okkar er.Við erum flest sammála um , að krónan  veldur okkur þegar miklum viðskiptalegum skaða og óvissu og við því verðum  að bregðast fyrr en seinna.Ef við náum ekki viðunandi samningum við ESB þurfum við að sjálfsögðu að kanna aðrar lausnir. 

Að gefnu tilefni vil ég lokum  benda Frjálslyndafl.á,að samningar okkar í gegnum EFTA samninginn  við ESB hljóðar upp á gagnkvæmt  frjálst flæði fólks milli allra viðkomandi landa .Ef við ætlum að fá einhverju breytt í þeim efnum verður það að gerast  með lögformlegum hætti milli framangreindra aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ég var að spá Kristján hvort þú værir til í að setjast með mér við samningaborðið og við myndum semja um það hvort þú keyptir af mér bílinn.

Mín samningsmarkmið væru þau að fá milljón fyrir bílinn og fengi svo full afnot af honum um ókomna framtíð.´

Væri það ekki bara beinlínis dónaskapur að biðja um aðildarviðræður og ætla að fá allt fyrir ekki neitt?

Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: halkatla

Ég er á móti ESB og hreint logandi hrædd við það eiginlega... en já, fyrst VG fólk og íhaldsfólk er svona visst um útkomu úr atkvæðagreiðslu þá væri kannski bara normal að leyfa fólki að kjósa. Ég held að það yrði svona 90/10 gegn því að ganga í ESB en ég slekk reyndar alltaf á fréttunum þegar einhver byrjar að ræða ESB, svo kannski á þessi fullvissa sér enga stoð, hver veit?

halkatla, 11.4.2007 kl. 14:20

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég er hvorki með eða móti ESB.Ég vil fyrst sjá hvaða samningsmarkmið við myndum setja fram varðandi umsókn okkar í inngöngu í bandalagið.Anna Karen þekkingarskortur á málenum gera mann kvíðinn og hræddan,það eru eðlileg viðbrögð.Ég hefði haldið af skrifum þínum að dæma,að þú vildir skoða gaumgæfilega öll stór mál áður en þú tekur endanlega ákvörðun.Áður en við gengum í EFTA voru flestir Ísl.mótfallnir því,en eftir að viðræður höfðu farið fram og óvissu eytt urðum við eitt af EFTA ríkjunum.Okkur hefur farnast vel í því samstarfi og allir nú sammála, að þar stigum við gæfuspor fyrir land og þjóð.Með umsókn um inngöngu í ESB  getum við aðeins fengið endanlegt svar.Þjóðin á að ráða,en ekki stjórnmálamennirnir.

Ágúst,ég veit mæta vel að þú vilt fá l.mil.fyrir bílinn þinn og ég myndi borga uppsett verð og leyfa þér að nota hann í mína þágu einhvern  ákveðinn tíma.Eru þetta eitthvað nónaleg viðskipti?

Kristján Pétursson, 11.4.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flott innlegg Kristján og gott að vekja athylgi á þessu,mér finnst það sjálfum sjálfsögð mannréttindi að fá að kjósa um mál sem snertir alla landsmenn. Það sem sjálfgræðismenn og VG stinga uppá tilheyrir vinnubrögðum miðalda, það er árið 2007 núna !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2007 kl. 08:12

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flott innlegg Kristján og gott að vekja athylgi á þessu,mér finnst það sjálfum sjálfsögð mannréttindi að fá að kjósa um mál sem snertir alla landsmenn. Það sem sjálfgræðismenn og VG stinga uppá tilheyrir vinnubrögðum miðalda, það er árið 2007 núna !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2007 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband