Íslenska þjóðin losni úr fjötrum ríkisstjórnar ranglætis og óstjórnar vegna brota á almennum mannréttindum.

Í komandi kosningum gefst kjósendum tækifæri að losna undan auðhyggju íhalds og framsóknar,þar sem hagsmunir þeirra ríku búa við allt annað lagaumhverfi,en almenningur í landinu..Þetta óréttlæti kemur glökkt fram í álagninu skatta.Meðan almennur skattgreiðandi greiðir tæp 36 % í tekjuskatt og útsvar,greiða hinir hálaunuðu fjársýslumenn aðeins 10% fjármagnstekjuskatt,en ekkert útsvar.Hvernig getur svona óréttlæti og brot á almennum mannréttindum náð að rótfesta sig í samfélaginu,án þess að þjóðin fari í almennar mótmælaaðgerðir t.d.leggi almennt niður vinnu í nokkra daga og safnist saman á götum og torgum í friðsemd með afdráttarlausar og skýrar kröfur um réttmæta breytingu.Vitanlega eiga stéttarfélögin að leiða svona baráttu.

Þeir sem engin útsvör greiða til síns bæjarfélags eins og umræddir fjársýslumenn,eiga náttúrlega ekki rétt á neinni þjónustu frá sínu bæjarfélagi.Þetta tekur m.a.til umönnunar barna á leikskólum og annan kosnað vegna ungmenna í íþróttum og listum, sorphreinsun o.fl.Bæjarfélögin eiga að krefjast greiðslu frá þessum útsvarslausu aðilum fyrir öllum framlögðum kosnaði vegna þeirra,því vitanlega verða öll ungmenni að sitja við sama borð.Svo er náttúrlega ríkissjóður að tapa miljörðum árlega vegna þessa óréttlætis.

Framsókn og íhaldið settu lög um stjórnun fiskveiða fyrir rúmum 20.árum.Eins og kunnugt er var fiskurinn samk.þessum lögum sameign þjóðarinnar.1991 var lögunum breytt eins og kunnugt er og framsal og leiga á fiski heimiluð.Það með missti þjóðin sameign sína aðalega til nokkra stórra veiðihafa,sem hafa síðan ráskast með fiskveiðar að eigin vild og selt andvirði hans í verðbéfum fyrir tugi miljarða.

Þessari ríkisstjórn hefur tekist að skipta þjóðinni í nánast tvær aðskildar efnahagslegar einingar,hinna  ríku valdsterku sérhagsmuna manna.sem ríkisstjórnin verndar  og hinna sem eiga að geta lifað við önnur og lakari lífskjör.Við eigum og getum ekki búið við svona stjórnarfar,látum ríkisstjórina gjalda sinna verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég er orðlaus - en segi bara vonandi verða breytingar

halkatla, 26.4.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gríðarlega sterk og góð rök hjá þér. Nú er að láta hendur standa fram úr ermum og láta draum okkar rætast ! Kjósum X-S !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 21:45

3 identicon

Ég vorkenni þér sérstaklega vegna ummæla þinna á síðu Stefáns

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Af hverju má ekki rannsaka þetta og leiða hið sanna í ljós,í stað þess eins og margir eru að gera bulla eitthvað út í loftið.Ég tel að  upplýsa eigi  um umsókn umræddrar stúlku til Útlendingastofnunar og afgreiðslu þar,síðan umsókn hennar og afgreisðlu á málinu hjá Allsherjarnefnd alþingis.Hvað lagði nefndin til grundvallar úrskurði sínum um að veita henni ríkisborgararétt.Það er öllum fyrir bestu að upplýsa þetta mál og jafnframt hvernig afgreiðslu þeirra er almennt varið.Væri ekki gott,að menn kynntu sér lögin um Útlendingastofnun og hvaða verklag sé viðhaft hjá Allsherjarnefnd.Ég legg ekkert mat á það hvort þessi málsmeðferð öll sé rétt eða röng,fyrr en fyrir liggja staðfestingar framangreindra aðila í málinu.Ég þarf enga vorkun frá þér Vilhjálmur,ég stend við hvert orð sem ég hef viðhaft í þessu máli.

Kristján Pétursson, 28.4.2007 kl. 12:10

5 Smámynd: Hlynur Sigurðsson

Sæll Kristján,

Því miður boðarðu eingar lausnir í þessum pistli þínum - heldur elur á öfund eins og ykkur er gjarnt að gera þessa dagana.

Samfylkingin hlýtur þá að ætla að berjast gegn þessu ranglæti með hækkun fjármagnstekjuskatts - ekki satt? Þú hrópar úlfur úlfur yfir einhverju sem er í ekta velmegunarvandamál.

Ég er sammála þér í því að þeir sem eingöngu lifa af fjármagnstekjum verða að borga til samfélagsins til jafns við aðra. Þetta verður hinsvegar ekki leyst með hækkun skatta - eins og þið boðið. Þar sem hækkun skatta eykur skattsvik.

Þú lætur eins og allir fjársýslumenn greiði ekki nema 10% fjármagnstekjuskatt. Þetta er eins og þú veist vel sjálfur alrangt. Það er í raun mjög óheiðarlegt af þér að láta eins og þetta sér algengt. Þessum örlitla hluta þjóiðarinnar sem lifa eingöngu af fjármagnstekjum ber að reikna sér endurgjald eins og annað fólk. Annað er skattsvik. Á því verður að taka - en ekki hækka skatta á tugþúsundir Íslendinga fyrir misgjörðir örfárra.

Ég veit Kristján að þú sefur eflaust ekki á næturna vegna þess að það er hugsanlega einhver að græða út í samfélaginu. Ekki ala á öfund án þess að koma með tillögur um það hvernig hægt að er leysa málið. Þann pistil hlakka ég til að lesa.

Hlynur Sigurðsson, 28.4.2007 kl. 14:26

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Kristján Pétursson. Mig langar til að spyrja þig að hvort þú sé fyrrverandi tollvörður á Keflavíkurflugvelli og sá hinn sami sem ofbauð innflutningur á ólöglegum eiturlyfjum gegnum Völlinn og skrifaði í dagblöð á árunum eftir 1970 þar á meðal í dagblaðið Vísir?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.4.2007 kl. 15:39

7 Smámynd: Kristján Pétursson

Sæll Hlynur.Ég er tilbúinn að leiðrétta eina missögn í greininni,það er að aðeins hluti af hálaunuðum fésýslumönnum greiði einungis fjármagnstekjuskatt,flestir gera það að hluta til.Ég tel að allir eigi að sitja við sama borð og greiða útsvar og tekjuskatt og afnema fjármagnstekjuskatt..Að sjálfsögðu mætti lækka þessa skatta,ég er ekki og hef aldrei verið talsmaður hárra skatta.Mér finnst vel koma til greina að aldraðir og öryrkjar greiði 10% skatt.

Ég hef verið blessunarlega laus við  að öfunda nokkurn mann vegna ríksdæmi þeirra.Ég vil sjá sem flesta ríka,en engan fátækan.Ég sef ágætlega Hlynur,áhyggjulaus varðandi mína persónulegu hagi.Finnst hins vegar auðhyggjan vera alltof lausbeislaðuð,það er efni í annan pistil.

Kristján Pétursson, 28.4.2007 kl. 17:48

8 Smámynd: Kristján Pétursson

Sæl Guðrún Magnea.Ég starfaði í rúm 20 ár,sem deildarstjóri við tollgæsu,öryggismál og útlendingaeftirlit á Keflav.flugv.Hef  m.a.skrifað heilmikið um fíkniefnamál eftir 1970,en ég mun hafa verið fyrstur manna til að að vekja athygli á þessu vandamáli hérlendis,eftir að hafa kynnt mér þessi mál bæði í Bandaríkjunum ,Englandi og víðar.Vann nokkuð við fíkniefnarannsóknir samfara mínu starfi.Einnig hef ég skrifað tvær bækur,þar sem fíkniefnamál koma nokkuð við sögu.Hef vonandi svarað þinni fyrirspurn.

Kristján Pétursson, 28.4.2007 kl. 18:03

9 Smámynd: halkatla

það er alltaf jafn fróðlegt að lesa það sem þú hefur til málanna að leggja, bæði á þínu bloggi, mínu og líka hjá Stefáni. Ég vorkenni engum nema þeim sem er ekki sammála þér af því að ég er það nánast alltaf

halkatla, 28.4.2007 kl. 20:52

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Kristján Pétursson, ég man svo vel skrif þín í Vísir á árunum eftir 1970 og þau rifjuðust upp fyrir mér þegar ég fyrir 10 árum komst að hvar lík úr Geirfinnsmálinu var dysjað og hvernig umhverfið á Vellinum var þá.

Ég setti á heimasíðu, http://mal214.googlepages.com. Bréf dagsett. 4. nóv. 2003 varðandi Geirfinnsmálið sem ég sendi til allra alþingismanna. Ég hef velt fyrir mér hvort fíkniefnagróði þ.e.a.s fíkniefnainnflutningurinn sem þú skrifaðir um í denn hefði verið valdur að hvarfi Geirfinns Einarssonar.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.4.2007 kl. 15:15

11 Smámynd: Kristján Pétursson

Þú ættir Guðrún að senda mér þetta bréf þitt um Geirfinnsmálið á netfang mitt:kiddip@visir.is

Kristján Pétursson, 30.4.2007 kl. 17:21

12 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

þú getur klikkað á slóðina hérna. http://mal214.googlepages.com

Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.4.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband