Þeir sem loka fyrir blogg annara á heimasíðu sína,eiga ekki heima á blog.is

Bloggið byggist á því að hafa gagnkvæm skoðanaskipti með innkomu á heimasíðu hvors annars.Þetta er mjög áhugavert form og gefur notendum áhugaverð og slemmtileg tækifæri til skoðanaskipta.Í gegnum bloggið getur maður orðið sér úti um alls konar þekkingu og kynnst skoðunum fjölda manna.Það er gaman að fá sterk viðbrögð við sínum skrifum,hvort heldur menn gefa manni á snúðinn, klappa manni og allt þar á milli.

Ég hef verið skamman tíma með mína heimasíðu og haft af því gagn og gaman.Einn er þó sá þrándur í götu við bloggið,að nokkrir aðalega stjórnmálamenn t.d. ráðhr.Björn Bjarnason og Einar K.Guðfinnsson svo og Björn Ingi Hrafnsson o.fl.loka sínu bloggi fyrir innkomu annara.Þetta virkar á mig eins og þetta fólk vilji komast hjá  gangrýni annara bloggara inn á sína heimasíðu.Þetta sama fólk er duglegt og oft óvægið í gagnrýni sinni á aðra,en lokar strax á eftir sér og þorir ekki að koma til dyra.Svona fólk á náttúrlega ekkert erindi inn í bloggheima,það ætti að halda sér frekar við dagblöðin.Ég er steinhættur að lesa heimasíður þessa fólks og hef því m.a.misst af framhaldssögum Björns Bjarnasonar og veit því ekkert um heilsufar hans lengur.

Gaman að heyra álit annara á þessum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mikið er ég sammála þessu hjá þér, ég ætlaði einu sinni að gera athugasemd við blogg Björns Inga, en sá að það leyfir hann ekki. Til hvers er hann á bloggsíðum ef ekki má svara honum. Kannski finnst honum hann vera yfir það hafin, að hlusta á pípið í okkur. Ég les aldrei hvað hann segir síðan ég sá þetta. Auðvitað eigum við að útiloka þessa einstaklinga.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.4.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ekki ég heldur

Ólafur Ragnarsson, 29.4.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: halkatla

fyllilega sammála þessu - og hef engu við að bæta

Guðrún Þóra, ég hef líka pirrast mjög á Binga fyrir að leyfa ekki komment en ég ráðlegg þér samt að lesa bloggið hans aftur, það er ótrúlega fyndið, ekki síðra en Ellýjarblogg, og samt er hann ekkert að reyna

halkatla, 29.4.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það gengur nú ekki að allir séu sammála þér Kristján.

Eins og við erum ósátt við ritskoðun, þá eigum við heldur ekkert með það að ákveða það hverjir eiga heima á blogginu og hverjir ekki. Þó sumir vilji ekki að skoðanaskipti séu viðhöfð á þeirra síðum þá er það þeirra réttur og þau geta samt komið sýnum greinum á framfæri þegar þeim hentar án þess að vera undir hælnum á duttlungum ritstjórna blaðanna.

Get þó viðurkennt að ég hef það þannig líka að ég les ekki slík blogg

Ágúst Dalkvist, 29.4.2007 kl. 23:50

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Þarftu nú endilega að halda hlífiskyldi  Ágúst minn yfir ráðherrunum flokksbræðrum þínum og  hækjunni líka.Þú ert sannarlega trúr þínum flokki og það skal ég virða þig fyrir.Bloggið grundvallast á skoðanaskiptum,þeir sem ekki virða þær reglur þó áskráðar séu, eiga þó að sýna að þeir beri virðingu fyrir skoðunum annara.Þetta er siðlaust,þó að þeir hafi rétt á svona gunguhætti.

Kristján Pétursson, 30.4.2007 kl. 22:00

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég hef fylgst af athygli með ákveðnni tækni sem margir stjórmálamenn þar á meðal þessir hálfbloggarar sem um ræðir, hafa komið sér upp í sjónvarpskarpi. Tæknin felst í því að ef eitthvað kemur óþægilega nærri þeim, þá er gripið stanslaust frammí, málinu eytt með bulli ef þeir komast að osfrv. Það hlýtur að vera kalt og einmanlegt á bloggtoppnum þegar þú hefur skorið á öll samskipti.

Pálmi Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 02:09

7 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sæll.

Samála. Fyrst framangreindir aðilar vilja vera með okkur í "grasrótinni" þá eiga þeir að þola gagrýni. Þeir setja sig skör hærra og koma með boðskap að "ofan." Frekar hrokafull afstaða?

Með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 15:59

8 identicon

Ég get nú ekki verið sammál þér í þessu, hver og einn verður að ákveða það fyrir sitt leiti hvort bloggið sé opið fyriri fyrir athugasemdum.

Gæti verið að þessir menn hafi meira og betra við sinn tíma að gera en að svara athugasemdum frá fólki allan daginn? 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 01:02

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta er athyglisverð pæling hjá þér Kristján.  Blogg er í eðli sínu form til skoðanaskipta á netinu og því eru síður ofangreindra manna ekki lengur bloggsíður, heldur einfaldar heimasíður.  Það virðast margir stjórnmálamenn sækjast eftir því að vera hér í þessu bloggsamfélagi vegna þess að með bloggvinum er auðveldara að fá fasta gesti til að lesa skrif þeirra.  Auðvitað er ekkert hægt að sakast við það að þeir loki á athugasemdir en það gerir þá frekar hjákátlega að vera þá með greinar fullar af gagnrýni á slíkum vettvangi.  

Sumir, eins og Margrét Sverrisdóttir, hafa opið fyrir athugasemdir en svara aldrei neinum.  Það finnst mér ekki skárra en það sem þeir herramenn Björn Bjarna og Björn Ingi eru að gera.  Það er frekar kalt að gefa fólki tækifæri á að gagnrýna og spyrja en svara svo aldrei neinu.  Málefnalegar viðræður hljóta að vera aðalsmerki góðra stjórnmálamanna og þeir þurfa að vera í góðum tengslum við fólkið í landinu, ekki síst þá sem reyna að ávarpa þá.  Það er enginn "ósnertanlegur".

Svanur Sigurbjörnsson, 4.5.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband