Samfylkingin lítur á Sjálfstæðisfl.sem höfuðandstæðing sinn í stjórnmálum.

Framsóknarfl.fékk verstu kosningaúrslit  í 90 ára sögu sinni rúm 11%.Formaðurinn féll og einn ráðhr.flokksins einnig.Á Stór - Reykjavíkursvæðinu fékk flokkurinn aðeins einn þingmann.Góð kosningaúrslit Sjálfstæðisfl.leiddu hins vegar  til þess, að ríkisstjórnin hélt velli með 1.sæta þingmeirihluta.Framsóknarfl.er varla búinn að sleikja sárin,þegar hann lætur að því liggja, að hann vilji halda áfram samstarfi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisfl.Hefur flokkurinn enga sjálfsvirðingu fyrir sjáfum sér eða kjósendum.Þjóðin gat ekki sent flokknum skýrari skilaboð um að halda sig utan ríkisstjórnar.

Ég ætla ekki að koma fram með á þesssari stundu neinar ákveðnar tillögur um samsetningu næstu ríkisstjórnar.Eitt get ég þó sagt strax,að mér hugnast ekki samstarf Samfylkingarinnar við Sjálfstæðisfl.Það yrði til að sundra ágætu samstarfi stjórnarandstöðunnar.Íhaldið mun leggja áherslu á að ná samstarfi við SF eða VG til að splundra þeirra samstarfi eins og þeir hafa áður gert.Það getur reynst erfitt að koma saman sterkri stjórn.Við teflum Samfylkingunni í dag fram, sem aðalvalkost og mótvægi fyrir kjósendur gegn Sjálfstæðisfl.um forustuhlutverk í stjórmálum framtíðarinnar , og viljum ekki eiga neina aðild með þeim að ríkisstjórn .Stæðarmundur flokkanna í 2.síðustu alþingiskosningum hefur verið frá 4 - 10%,sem er minni munur en á breska Íhaldsfl. og Verkamannafl.Þeir flokkar  hafa farið með ríkisstjórn landsins til skiptis,þeir myndu aldrei fara saman í ríkisstjórn nema á ófriðartímum.

Sjálfstæðisfl.hefur látlaust allt s.l.kjörtímabil. verið með róg og níð um ISG ,af því hann lítur á Samfylkinguna vera sinn megin andstæðing.Við  jafnaðarmenn lýtum  hins vegar á Sjálfstæðisfl.  höfuðandstæðing okkar í stjórnmálum,enda eru stefnumál flokkanna grundvölluð, sem kunnugt er  á gjörólíkum lífsgildum,annarsvegar félagshyggju grundvallaða  á jafnarðarstefnu  og frjálshyggju kapitalisma íhaldsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Mér sýnist að það myndi vera stjórnarkreppa ef þú fengir að ráða

Þú vilt ekki að framsókn fari í stjórn, ekki að samfylking eða vg eyðileggi sitt góða samstarf með því að fara í stjórn með D. Hvað er þá eftir?

Held að við verðum að þola að flokkar okkar vinni saman næstu fjögur árin

Ágúst Dalkvist, 13.5.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ríkisstjórnin getur hæglega bætt við Frjálslindum.Persónulega vil ég ekki Águst lengja lífdaga íhaldsins í ríkisstjórn.Er það nokkuð lýðræði,að einn og sami flokkurinn sitji nánast alltaf í ríkisstjórn.Geti bara kippt upp í til sín þann,  sem honum þóknast best hverju sinni.Þegar auðhyggjan ræður ferðinni verður lýðræðið hornreka.

Kristján Pétursson, 14.5.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

"Líklegast í þessari stöðu er að Samfylkingin,VG og Framsóknarfl.fari saman."
Þetta ritaðir þú á heimasíðu Stefáns Friðriks.

kristján Pétursson, 13.5.2007 kl. 17:22

Þjóðin hefur sent Framsóknarfl.skýr skilaboð að halda sig utan ríkisstjórnar.

Hvernig gengur þetta upp.

Óðinn Þórisson, 14.5.2007 kl. 08:38

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Óðinn, mér fannst þetta stjórnarmunstur líklegast í stöðunni þegar ljóst var hver niðurstaða kosninganna var.Þar var hins vegar ekki um að ræða neina ríkisstjórn ,sem mér hugnaðist,heldur aðeins líklega niðurstöðu.Það sem er líklegast í hinu og þessu í lífinu,er engin staðfesting á manns eigin skoðun.Ég vona að þetta skýri mál mitt. 

Kristján Pétursson, 14.5.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband