Íhaldið sendir Framsóknarfl. út í kuldann,allt traustið farið út í veður og vind.

Tólf feit ár Framsóknarfl.í faðmi íhaldsins er lokið.Þeir misstu 8.þingmenn í samstarfi við íhaldið frá 1995.Þeir ætluðu samt að sitja áfram í ráðherrastólunum,þó 5. þingm.færu nú fyrir borð þ.m.form.flokksins og ráðherra.Halda kjósendur Framsóknarfl.að þingmenn þeirra og ráðhr.hafi í þessu samstarfi verið eitthvað að hugsa um málefnalega stöðu flokksins.Nei svo sannarlega ekki,þeir hugsuðu bara um eigið skinn og budduna sína.

Hugstjónamönnum í stjórnmálum fer stöðugt fækkandi,stjórnarsáttmálar flokka er oftar en ekki innrömmun í orði en ekki á borði.Margsvikin kosningaloforð er það sem kjósendur verða vitni að við hverjar kosningar og menn verða undrandi ef einhver flokkur stendur við gefin loforð.Almenningur treystir afar illa stjórmálamönnum eins og skoðanakannanir hafa leitt í ljós,en lætur samt draga sig á kjörstað af einhverjum gömlum vana.

Nú fá Framsóknarmenn góðan tíma til að stoppa í götin og leita að nýjum formanni.Það virðist ekki henta Framsóknarfl.að vega salt á miðjunni.Þeir þurfa að endurnýja sín pólutísku markmið ,vera ekki með þennan hrærigraut til hægri og vinstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Kristján. Þetta með kjörsókn landans á kjördag á eftil vill lítið með sannfæringu kjósendans að segja, flestir, komnir yfir miðja aldur og vel það mæta á kjörstað og kjósa af gömlum vana flokkinn sinn.

Hinir sem mæta eru að kjósa til að nýta atkvæðið sitt...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 18.5.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband