Enn og aftur er sala á kvóta að leggja sjávarbyggðir í rúst.Samfylkingin verður að láta til sín taka í þessum málum.

Nú er það Flateyri,sem er að missa kvótann  að þessu sinni úr sínu byggðalagi.Hátt í helmingur atvinnubærra í manna í bænum missir atvinnu sína og enginn veit hvað við tekur.Á sama tíma verða húseignir óseljanlegar og enskis virði.

Mannlegar hörmungar vega sífellt að fólki,sem byggir atvinnu sína á fiskvinnslu.Framsal og leiga á fiskveiðiheimildum,sem alþingi samþykkti  1991 hefur leitt til þess eins og alþjóð veit,að flestar minni sjávarbyggðir hafa lent í miklum hremmingum.Að heimila sölu og leigu á  fiskinum,eru lög sem gengu gegn ákvæðum fyrri laga frá 1984 um ótvíræðan rétt þjóðarinnar á sameigin alls fisks innan fiskveiðilögsögunnar.Allt kjaftæði fyrrv.ríkisstjórnar ,að um nýtingarrétt fiskveiðihafa sé að ræða eru blekkingar,enda sjá það allir að meðhöndlun útgerðaraðila á öllum fiskveiðiheimilidum eru nýttar,sem um hreint eignarhald sé að ræða.

Samfylkingin getur ekki gengið til samstarfs við Sjálfstæðisfl.án þess að lögum um fiskveiðiheimildir verði breytt.Fyrsta aðgerð gæti verið að setja á byggðakvóta,sem væri óheimilt  að selja eða leigja út úr byggðalæginu.Ríkissjóður leggði byggðalögunum til fiskveiðiheimildir fyrir hæfilegt gjald,sem væri  að hluta til viðbót við heildarkvóta landsmanna í dag.Nýliðun í greininni væri hluti af þessum aðgerðum.Hér verður ekki greint frá þeim heildarbreytingum ,sem þarf að gera á þessu helsjúka kerfi,það tekur sennilega mörg ár.Við eigum að taka okkur til fyrirmyndar sjávarútvegsstefnu frænda okkar Færeyinga sóknarmarkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kristján.

Vel mælt hjá þér eins og alltaf. Sendu Ingibjörgu sjávarútvegsstefnu frjálslynda flokksins og segðu henni að taka á þessum málum áður en hún gengur í eina sæng með Geir.

Sigurður hafberg Flateyri

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband