Ásetningur seðlabankastjóra að toppa forsetann í launum augljós.

Þessi síðasta tilraun Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra að skyggja á forsetann með hærri launum er augjós brella.Þetta er náttúrlega siðlaust með öllu að hækka sjálfan sig um hundruð þúsunda til þess eins að vera tekjuhæsti maður ríkisins og toppa forsetann jafnframt í launum.Að koma fram með þær upplognu ástæður fyrir kauphækkuninni,að undirmenn hans yrðu ella með hærri laun.Þessi leikflétta er svo augljós,að hver heilvita maður hlýtur að sjá í gegnum hana.

Það alvarlegasta við þetta allt saman er fordæmið,sem Davíð sýndi  reyndar líka þegar hann var forsætisráðherra,þegar eftirlaun ráðherranna í hans  ríkisstjórn voru stórlega hækkuð.Þetta er maðurinn sem ætti að ganga á undan með gott fordæmi um ráðvendni og sparnað.Þetta er maðurinn,sem sífellt hefur hamrað á ASÍ og BSRB að hækkun launa færu strax út í verðlagið og myndu valda óðaverðbólgu.Þetta er maðurinn,sem gerði sig að athlægi í Baugsmálinu með alls konar yfirlýsingum.Þetta er maðurinn,sem á að vera kjölfesta þjóðarinnar í peningamálum,en hefur sett margfalt Evrópumet í vaxtahækkunum.Er líklegt að góð lending náist í næstu kjarsamningum,með svona veganesti  í forgrunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Kristján. Ég hélt að það hefði ekki farið frammhjá nokkrum manni að græðgisvæðing innan stjórnsýslunnar hefur aukist úr hófi framm á síðustu árum með hækkuðum launum ábyrgðalausa stjórnenda sama hvaða embætti þeir gegna.. .En alltaf eru launahækkanirnar réttlættar með að benda á ábyrgð embættismannana sem reynist engin vera þegar á reynir... Svona hefur það alltaf verið og verður efalaust áfram þar sem úthald almennings er lítið og minnið nær skammt.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.6.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband