Afnema verðtryggingu af íbúðarlánum - stórlækkun vaxta - samkeppni milli lánastofnana

Allir vita   að verðbólgan leggst með mestum  þunga á íbúðarlánin.Verðtryggingar hækka  t.d.höfuðstóll  á 16.miljóna kr.lánum í 5% verðbólgu um miljón kr.á ári.Þó svo að byggingarvísitala hækki verulega á móti dugar það engan veginn til ,sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins.

Áttu ekki aðrar gjaldtökur í íbúðarviðskiptum eins og stimilgjöld o.fl.að vera aflagt þegar þessi ríkisstjórn tæki við.Vona að Jóhanna bretti upp ermar og klári dæmið.

Við útreikning neysluvísitölu,sem er mælikvarði á verðbólguna, veldur  húsnæðiskosnaður  langstærstum hluta  verðbólgunnar samanber útreikninga Hagstofunnar.Ég skil ekki af hverju skipan lánakjara einstaklinga hér á landi geti ekki verið hliðstæð því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. þar er bæði miklu lægri vextir og engar verðbætur á ibúðarlán.Þá má geta þess að húsnæðiskosnaði  er haldið utan neysluvisitölu í ESB ríkjum.

 Við vöðum elginn  í  bullandi verðbólgu og setjum þúsundir heimila árlega í greiðsluþrot.Á sama tíma greiða viðskiptaaðilar bankana um 70 miljarða í yfirdráttarlán árlega  á 22 - 24 % vöxtum.Ég hef megnustu ógeð á svona viðskiptaháttum,þar sem græðgin ein situr í fyrirrúmi.Það sem er þó verst af öllu ,að undanfarnar ríkisstjórnir og Alþingi hafa ekki haft neina stjórn á þessum vaxta og verðbólgumálum.Við hverju meigum við búast af núverandi ríkisstjórn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Öll umræða um stöðu ríkissjóðs og uppgang fyrirtækja hér-sem erlendis er á eina lund, lofsyrði á hástigsplani. Öllum er sagt að skylt sé að gleðjast yfir velgengni bankanna eftir að þeir losnuðu úr gapastokk stjórnvalda.

Bankarnir fitna eins og púkinn á fjósbitanum enda hafa þeir fengið veiðleyfi á okkur sem tilheyrum hinum óskilgreinda almenningi.

Til að fita bráðina hefur seðlabankinn ausið í hana bæði síldarmjöli og maísklíði með reglulegri hækkun stýrivaxtanna sem maður hefur á tilfinningunni að sé skráð í bréfum Páls postula til Korintumanna.

Verði ekki brugðið við í næstu kjarasamningum trúi ég að einhverjir pólitíkusar og forystumenn launþega fái slæman sinadrátt í fæturna.

Neyslu-og hagvaxtarhraðlestin þarf að eiga fleiri viðkomustaði. 

Íslenska þjóðin er samfélag en ekki eldisstöð fyrir útrásarfyrirtæki.

Árni Gunnarsson, 22.10.2007 kl. 00:14

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka þér kærlega Árni minn fyrir skemmtilegt og greinargott innlegg í umræðuna.

Kristján Pétursson, 22.10.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband