Aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju - forvarnarverkefni verði efld.

Enn einu sinni  reynir hópur alþingismanna  og heilbrigðismálaráðhr.að koma í gegnum alþingi frumvarpi um aukið aðgengi að áfengisneyslu og nú í matvöruverslunum.Alltaf er vísað til fordæma erlendis í þessum efnum,án þess að koma með neinar  ábyrgar tölur um aukningu neyslunnar og afleiðingar hennar.

Allar markaðskannanir sanna að aukið aðgengi að vörum  almennt eykur sölu þeirra .Þessu er náttúrlega eins varið um sölu áfengra drykkja ,hvort heldur  er um sterkt eða létt áfengi að ræða.Eru ekki næg vímuefnavandamálin þó þessu sé ekki bætt við.Skora á þingmenn að fella þetta frumvarp,ekki meira af auðhyggju og græðgi á kosnað ungmenna.

Þá er rétt að hafa í huga,að þau lönd ,sem eru með mestu heildar neyslu af  áfengum drykkjum,þar er skorpulyfur tíðust og áfengisvandamálin mest.Þar fer saman mikil bjórdrykkja,létt - og sterkt áfengi.Meðan við Íslendingar drukkum á árum áður aðalega sterkt áfengi  vorum við með minnstu heildarneyslu áfengis í V-Evrópu í lítrum talið .Eitthvað hefur bjór dregið úr neyslu á sterku áfengi hérlendis og einnig mun létt áfengi gera það líka,en heildarneyslan mun stóraukast eins og í öllum öðrum ríkjum.Um þessi mál er hægt að nálgast skýrslur á vegum Heilbrigðismálastofnunar SÞ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það eitt að líkur eru á eða vitað að aukið aðgengi auki unglingadrykkju ætti að vera næg ástæða til að fella þetta frumvarp.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.10.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Og kostnað fjölskylna allra ungmenna

Eysteinn Skarphéðinsson, 30.10.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband