Það tók Morgunblaðið 28 ár að skilja,að LÍÚ legði sjávarbyggðir í rúst.

Eins og kunnugt er var lögum um fiskveiðiheimildir breytt l984.Þá kom svonefndur kvóti til sögunnar,sem átti að vernda fiskistofna,en 1991 hófst svo framsal og leiga á kvóta,sem hefur rústað sjávarbyggir.

Nú bregður svo við í leiðara Morgunblaðsins,að harðlega er ráðist á félagsmenn í LÍ Ú.Orðrétt segir m.a.í blaðinu." Hverjir eru það sem hafa rústað  sjávarþorp um land allt með þvi að kaupa kvóta og flytja hann á brott? Hafa það ekki verið félagsmenn í LÍÚ.Talsmaður hvers er Björgúlfur Jóhannesson form.samtakanna?Hann er talsmaður þeirra sem hafa lagt þungar byrgðar á lítil sjávarþorp um land allt með þvi að láta greipar sópa um þorpin ,hirða kvótann og fara með hann í burtu."

Þá segir einnig í leiðaranum,að félagar í LÍÚ hafi hagnast um miljarðatugi  ef ekki hundruð miljarða á því að selja kvóta og flytja peningana til útlanda skattlausa.Þessar staðreyndir allar hefur Morgunblaðið haft fyrir augunum á þriðja áratug.Varið með kjafti og klóm í þágu sérhagsmuna auðhyggunnar og græðginnar.Það verður fróðlegt að sjá í reynd hvort orðið einhverjar breytingar á sjávarútvegsstefnu Sjálfstæðisfl. á alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband