Ţađ setur ađ manni nábit og böggul fyrir brjósti - andleg yfirvikt og fíflhyggja.

Er ţessa dagana ađ lesa Ýmislegar Ritgerđir eftir ţórberg Ţóđarson.Ţegar  mađur verđur andlaus eđa einhver bilun verđur í sálargangverkinu er gott ađ lesa bćkur ţessa mesta málsnillings ţjóđarinnar.Ţađ setur  oft ađ manni  ţunglyndi ađ lesa alls konar lágkúru og lýgi einkanlega frá stjónmálamönnum,sem eru loftţétt lokađir í eigin hugarheimi.

Ţađ setur vissulega stundum ađ manni nábit og böggul fyrir brjósti ađ lesa alls  konar hundavađslegt efni á bloggsíđunum.Ţađ er eins og sumir séu lamađir í pólutísku Dauđahafi.

Ég hvet ykkur til ađ hafa meistara Ţórberg í handfćri ţegar ţiđ eruđ ađ blogga.Ég fór á Ţórberssetriđ í Suđursveit nýlega.Ţađ er afar glćsilegt og vel skipulagt og ţví ađgengilegt fyrir alla.Síđan ţá hef ég reynt ađ eignast sem mest af bókum hans.Kiljans bćkurnar á ég allar og Íslendingasögurnar,nú loksins rótfestist Ţórbergur í huga mínum.Ég ćtla ţó ekki ađ falla ofan í ţá svartavillu ađ gera ekkert annađ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband