Hvernig öðlast lögreglan vinsemd og virðingu almennings.

Mér verður oft hugsað til lögreglunnar í þá gömlu góðu daga,þegar hún gekk um götur borgarinnar,ræddi við vegfarendur og lét sér annt um vegferð þeirra og barnanna.Lögreglumenn frá þessum árum sögðu mér að þeir hefðu eignast fjölda vina,sem oft hefðu líka gefið þeim veigamiklar upplýsingar um grunsamlegt athæfi borgaranna.Þetta mynnti mann á bresku lögregluna,sem alltaf er tilbúin að veita vegfarendum hjálparhönd,sérstalega öldnu fólki og börnum og fyrir henni er borin mikil virðing.

Nú heyri ég ýmsa segja,að fyrstu kynni þeirra af lögreglunni sé þegar þeir hafi brotið eitthvað af sér.Ekki veit ég hversu réttmæt þessi skoðun er,en ég er sannfærður um að persónuleg umgegni og kynni af  vegfarendum hvar sem er í þjóðfélaginu  væri öllum til góðs.Lögreglan á að gera meira en halda uppi lögum og rétti,hún á að virka á þjóðarsálina,sem vinir,verndarar og hjálparhella eftir því sem við á.

Vona að  lögreglustjórinn í Reykjavík og starfsbræður hans vítt um landið séu að endurskoða þessi mál öllum til heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband