Er dómsmálaráðhr.samþykkur að morðingi og nauðgari afpláni í opnu fangelsi ?

Í blaðinu 24 Stundir er skýrt frá því ,að Stefán Hjaltesteð Ófeigsson,sem dæmur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi  árið 2004 fyrir tvær hrottalegar nauðganir og Atli Helgason,sem dæmdur var í 16.ára fangelsi fyrir morð árið 2001 afpláni nú á Kvíabryggju,sem er skilgreint sem opið fangelsi með lágmarks eftirliti.

Fangar sem afplána á Kvíkjabryggju þurfa ekki að undirgangast sálfræðilegt mat um hvort þeir séu færir um að afplána undir lágmarkseftirliti og njóta ákveðins frelsi s.s.dagsleyfi án fylgdar.

Mín skoðun er sú,að hættulegir afbrotamenn eins og nauðgarar og morðingjar eigi undir engum kringumstæðum að vistast í opnu fangelsi.Þeir eiga að afplána á Litla -Hrauni,það er eina fangelsið sem fullnægir þeim öryggiskröfum kröfum,sem við gerum fyrir vistun hættulegra afbrotamanna eins og hér um ræðir.

Dómsmálaráðhr. og Fangelismálastofnun bera ábyrgð á þessum málum.Það er ekki hægt endalaust  að afsaka skort á fangelisrými um úrræðaleysi á afplánun fanga.Það var meira að segja í tíð Ólafs Jóhannessonar þáverandi dómsmálaráðhr.búið að finna lóð undir fangelsi og gera frumteikningar fyrir rúmum 40 árum síðan.

Svo virðist sem Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.ráði ekki við þennan málaflokk og geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins.Við þurfum nýtt  deildarskipt fangelsi,þar sem aðbúnaður og öryggismál fanga er í lagi.Þeir fái góða uppbyggilega  aðstöðu til náms og frístundaiðju.Fíkniefnaneysla í fangelsum verði gerð refsiverð,núverandi ástand er öllum sem hlut eiga að máli til skammar.

Það er afar slæm lífsreynsla fyrir þolendur hættulegra afbrotamanna,að vita af þeim í opnum fangesum eða eiga von á símtölum frá þeim.Svona gerum við ekki hæstvirtur dómsmálaráðhr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband