Handtaka Erlu Óskar eins og um væri að ræða hættulegan glæpamann.

Vissulega gat útlendingaeftirlitð hafnað komu hennar til Bandaríkjanna,hafi hún gerts áður brotleg  t.d.um  lengd dvalartíma í landinu.Synjun um landgöngu þýðir í reynd að viðkomandi farþegi skal fara úr landi eins fljótt og auðið er undir eftirliti útlendingaeftirlitsins.

Um þetta er ekki deilt,heldur framkvæmd aðgerðarinnar varðandi hand - og fótjárnun hennar og óviðeigandi framkomu.Handtöku þeirri ,sem Erla Ósk hefur skýrt frá er með öllu ólögmæt,slíkt á aðeins við  um eftirlýsta og hættulega glæpamenn.Þarna er augljóslega vegið að mannihelgi viðkomandi með niðurlægjandi hætti á grimmilegan hátt og ekki á neinn hátt í samræmi við meint brot.

Ég þekki þessi mál af eigin reynslu úr starfi mínu við útlendingaeftirlit á Keflav.flugv.Þegar komufarþega til landsins er synjað um landgöngu er viðkomandi skýrt frá málavöxtum og honum gefið tækifæri til að andmæla. Honum er jafnframt tilkynnt,að hann verði sendur úr landi til sama lands og hann kom frá.Í slikum tilvikum þarf ekki að beita harðræði. Sé hins vegar um að ræða aðila,sem grunaðir eru um mannsal,fölsuð vegabréf, meint brot á meðferð fíkniefna o.fl.alvarlegum brotaflokkum þá getur þurft að handjárna þá af öryggisástæðum á leið til fangelsis.

Framganga Ingibjargar Sólrúnar, utanríkisráðhr.í þessu máli er til sóma.Fljótt brugðist við á öruggan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband