Er auðveldara að vera kjáni en vitmaður,spurði nemandi kennara sinn.

Af hverju ertu að spyrja um þetta drengur,sagði kennararinn. Ég er að reyna að  ákveða mig hvort heldur ég ætti að vera þegar ég verð stór.sagði snáðinn.Ert þú vitmaður,spurði hann síðan kennarann.Já ég held að ég sé sæmilega greindur,sagði hann..Þá get ég ákveðið mig strax sagði snáðinn,ég ætla að vera kjáni í flottu fótboltaliði.

Löngu seinna eftir að strákurinn varð frægur atvinnumaður hitti hann kennara sinn og sagði:"Ég valdi rétt ,nú get ég notað bæði höfuð og fætur og er orðinn ansi ríkur,ég á þér mikið að þakka.Það getur reynst ansi erfitt að sjá fyrir hvor endinn nýtist betur,sagði kennarinn.

Er maðurinn ekki oftast að stærstum hluta það sem umhverfið og samfélagið hefur gert mann og uppskerum eins og við sáum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband