Aukning á alvarlegum brotum erlendra manna vekur ugg hérlendis.

Alvarleg árásar - og kynferðisbrotamál,stórfeldur innflutningur á fíkniefnum og skipulögð þjófnarmál í stórum stíl o.fl.tegundir glæpa tengjast æ oftar erlendum mönnum,einkanlega frá Austur - Evrópuríkjum.Þar virðast mest áberandi um þessar mundir menn frá Litháen.Eftir að Austur - Evrópuríkin gengu í EB á s.l.ári hefur verið frjálst flæði af fólki frá þessum ríkjum til Íslands eins og við var að búast vegna atvinnuleysis og lágra launa í viðkomandi ríkjum.

Fólk af erlendum þjóðernum hérlendis eru nú um 7% þjóðarinnar eða um 22.þúsund manns.Hér búa nú sé miðað við mannfjölda fleiri útlendingar hlutfallslega en á hinum Norðurlöndunum.Ef fram heldur sem horfir munu eftir 5-10 ár 15 - 20% menn(um 50þúsund manns ) af ýmsum þjóðernum hafa búsetu á Íslandi.

Hvernig mun okkur farnast í svona fjölþjóða þjóðfélagi er erfitt að sjá fyrir,en eitt er víst að okkur er mikill vandi á höndum,sérstaklega vegna fámennis okkar.Þá getur miklu ráðið í þessum efnum frá hvaða þjóðum fólk flyts hingað.Menning,trúarbrögð og lífshættir almennt eru jafn breytilegir og þjóðernin eru mörg.Fólk á að ræða þessi mál af ábyrgð og þekkingu og virðingu fyrir öllum þjóðernum,það vill oft verða svo ,að þeir sem eru með einhver varnaðarorð í þessum efnum eru taldir rasistar.

Við erum þegar farin að sjá ákveðin munstur af tegundum afbrota og glæpa eftir löndum,sem rekja má til fyrirmynda afbrotaferla í viðkomandi ríkjum.Lögreglan hér hefur  reynt að kynna sér þessi mál eftir föngum,en meira þarf til.Vitað er að erlend mafíu starfsemi hefur náð hingað í einhverjum mæli,en hún má ekki rótfesta sig hér með aðstoð ísl.glæpamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband