Krónubréfaútgáfan fjúki út um gluggann með tilheyrandi veikingu kr.Segir Jón Ásgeir.

Stýrivaxtalækkunarkerfið hjá Seðlabankanum verði alltof bratt,þar sem það komi alltof seint.

Veiking krónunnar geti orðið mikil,sem myndi þá hleypa verðbólgunni í hæstu hæðir og þeir sem hafa tekið húsnæðislán í erlendri mynt verða  mjög illa staddir.Hvað slíkt ástand myndi vara lengi verður ekki séð,ríkisstjórnin verði þá að gera ýmsar ráðstafnir og skýra fyrir þjóðinni hverjar þær eru.Það er ekki hægt lengur að hanga í lausu lofti með stöðu krónunnar,atvinnuvegirnir og þjóðin öll bíður eftir aðgerðum.

Jón Ásgeir telur að við eigum að sækja um inngöngu í ESB og hefja strax samningaumleitanir.Ég tel það rétt skref,en sá ferill getur tekið 5-10 ár.Við getum ekki beðið  í nokkur ár eftir að fá nýjan gjaldmiðil,það verður að gerast á næstu mánuðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband