Samfylkingin vill bjóða upp kvótann á almennum markaði - gott mál.

Ingibjörg Sólrún,kynnti þá hugmynd í gær,að byggðakvótinn yrði boðinn upp á almennum markaði,en andvirðið rynni síðan til sjávarbyggða,sem áður hefðu notið góðs af honum.Þetta er ágæt hugmynd,sem gæti að einhverju leiti mætt þeirri gangrýni,sem kom fram í áliti Mannréttindanefndar SÞ.

Það er vissulega tímabært að ræða þessi mál á vitrænan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.Hins vegar eru 12.þúsund tonna byggðakvóti alltof lítið magn, til að þetta nái tilgangi sínum á rekstrarlegum  forsendumi.Magnið' þyrfti a.m.k.að vera þrefalt meira svo eðlileg verðmyndun skapaðist á uppboðsmarkaði.

Lítið magn kallar á hærra verð og aðeins stórum og verðmiklum fiski verði landað,meðalstór og lítlum fiski verður kastað í sjóinn.Reyndar er þetta svona í dag,eini munurinn væri að byggðakvótinn færi á uppboð og andvirðið rynni til viðkomandi sjávarbyggða.

Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni,að ákveðnum sjávarbyggðum,sem hafa sína aðallífsbjörg af fiskveiðum  væri úthlutað kvóta,sem væri boðinn upp á almennum markaði innan viðkomandi byggðalaga til tveggja ára í senn..Bönnuð sé sala og leiga á fiskveiðiheimildum.Rétt væri við þessar aðstæður að auka heildar fiskveiðikvótann um 25 þúsund tonn.Sú aukning öll  kæmi í hlut byggðakvóta,sem seldur væri á almennum markaði.Hvernig lýst ykkur á LÍÚ mönnum ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband