Ísl.krónan vinsæl hjá erlendum bankaþjófum .

Ekki liggur fyrir en hvað miklum peningum var stolið úr hraðbönkum.Þær 3 - 4  miljónir sem funndust  í ferðatöskum hjá þjóðverja og rúmena við brottför í Leifsstöð gefur tilefni til frekari rannsóknar á slíkum þjófnaði.Við erum sýnilega ekki viðbúin þjáfluðum þjófaflokkum né ofbeldismönnum sem sýnilega hafa hreiðrað um sig hér.

Vissulega hefur lögreglan verið að kynna sér ýmsar nýjar rannsóknaleiðir afbrotamála  m.a.vegna síaukins fjölda nýbúa hér á landi,en þeir eru nú um 22.þúsund manns. Ísl.afbotamenn sem hafa dvalist oft langtímum erlendis hafa líka aukið færni sína í hvers konar tegundum afbrota.

Það vekur furðu mína,að ekki skuli hafa verið aukið verulegu fjármagni til löggæslu,einkanlega þó til fíkniefnamála.Loforð stjórnmálafl. fyrir síðustu kosningar að efla stórlega aðgerðir í fíkniefnamálum virðist sem oft áður ekkert að marka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband