Saving Iceland stöðvuðu vinnu við jarðhitaborholu á Hengilssvæðinu.Þeim verði vísað úr landi.

Ég tel að stjórnvöld sýni þessum mótmælendum alltof mikla linkind.Þeim hefur ítrekað tekist að stöva tímabundið virkjunarframkvæmdir hér á landi..Að þessu sinni voru tveir tugir manna,sem höfðu læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn.

Þegar menn fara ekki að fyrirmælum lögreglu að fara út af þessum svæðum og segja ekki  til nafns eru þeir að brjóta landslög.Þeim á að vísa úr landi fyrir ítrekuð brot og fái hugsanlega ekki tímabundna endurkomu hingað til lands.

Þetta fólk kemur óorði á alla náttúruverndar menn,sem vinna að sínum mótmælum með röksemd og skynsemi í stað þess að ranghverfa staðreyndum og blekkja fólk.Ég hef alla tíð verið mikill aðdáandi náttúrunnar og notið hennar í ríkum mæli.Hingað koma oft eins og kunnug útlendingar til hjálpa Íslendingum að snyrta og fegnra landið.Hvernig væri að þetta fólk gerði einhverja nytsama hluti.Við uppskerum eins og við sáum,uppskera þessa fólks er alls engin,hún virðist frekar vera einhver sefjasjúk ímyndun.


mbl.is Með aðgerðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að þú kynntir þér hvað málið snýst um? Veistu hverju er verið að mótmæla? Líklega ekki, enda birta fjölmiðlar sjaldan góðar upplýsingar. Þú getur byrjað hér: http://savingiceland.puscii.nl/?p=2432&language=is

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:09

2 identicon

Mikið innilega er ég sammála þér Kristján!

Baldur Þór (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:53

3 identicon

Því miður hafa vægari aðgerðir (sem við beitum í mun meira mæli) ekki skilað tilætluðum árangri. Við höfum haldið ráðstefnur og blaðamannafundi, listrænar uppákonur, skrifað í blöðin, gefið út kynningarefni, o.s.frv. o.s.frv. Markmiðið er að vekja almenning til meðvitundar um hluti sem lítið er fjallað um í fréttum og það eina sem nær eyrum almennings eru aðgerðir þar sem fyrirtæki verða fyrir ónæði.  

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Eva ,svona barátta verður aldrei unnin í fjölmiðlum með meintum ólögmætum aðgerðum.Hún verður unnin með málefnalegum röksemdum og skynsemi.Það hafa orðið miklar breytingar til betri vegar fyrir atbeina náttúruverndarsinna og sú þróun heldur áfram með lýðræðislegum aðgerðum.Við verðum Eva að lokum samstíga í þessum efnum,bilið er stutt okkar á milli og auðvelt að brúa það.

Kristján Pétursson, 29.7.2008 kl. 18:41

5 identicon

Ég get ekki séð eitt einasta merki þess að verið sé að hvika frá stóriðjustefnunni, þrátt fyrir endalausar "lýðræðislegar" aðgerðir, rök og skynsemi. Þvert á móti virðist stefnan vera í þá átt að virkja hverja einustu ársprænu í landinu og fjölga álverum í 9. Eða hefur þú einhverjar upplýsingar sem mér hafa ekki borist til eyrna?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband