Verðandi borgarstjóri hefur margsinnis logið að þjóðinni.

Hanna Birna hefur margoft staðfest opinberlega að samstarfið við Ólaf borgarstj.hafi allaf verið gott og borgarstjórnarfl.Sjálfstæðisfl.stæði heill að baki honum.Nú er komið í ljós,að mikill ágreiningur hafi verið um ýms störf Ólafs sem borgarstj.,sem leitt hafi að lokum  til að samstarfi flokkanna var slitið.

Það er því augljóst, að verðandi borgarstj.hefur ítrekað logið að þjóðinni um hið trausta og góða samstarf við Ólaf.Sannleikurinn er sá  að í málefnasamningi flokkanna fékk Ólafur um 70 % af stefnumálum flokks síns samþykkta,sem voru að stórum hluta andstæð stefnumálum ihaldsins í borgarstjórn.Eins og kunnugt er fékk Ólafur síðan borgarstjórastólinn og stefnumál sín samþykkt fyrir að sprengja fyrrv.borgarstjórn.Þetta virðist allt hafa verið fyrirfram ákveðin leikflétta til skamms tíma til að ná aftur meirihluta í borginni.

Hanna Birna samþykkti þennan dæmalausa gjörning ásamt öðrum borgarftr.íhaldsins.Hvað gerir hana nú hæfa til að gegna borgarstjórastarfinu ? Borgarstjórnarflokkur íhaldsins átti náttúrlega að leita sér að hæfum borgarstj.utan þeirra raða,þeir voru margsinnis búnir að gera sig vanhæfa fyrir gallaðar og ósannar skilgreiningar og ranghverfa málum og blekka fólk.

Hanna Birna ber þunga pólutíska  ábyrgð ,sem valdhafar flokks hennar hafa samþykkt.Nú hefur Sjálfstæðisfl.eina óbærilega framsóknarhækju til að stjórna borginni,sem hefur reyndar engan varamann,sem hefur neitað allri samvinnu við hinn nýja borgarmeiruhluta.

Nýjasta skoðunarkönnun um fylgi flokkanna í borginni,sem birt var í dag sýnir að Samfylkingin fengi hreinan meirihluta í borginni um 47%,en fylgi Sjálfstæðisfl. og Framsóknar væri samanlagt um 30%.Það er afar slæmt að svo mikill minnihluti stjórni borginni og þó er verst af öllu að þessi eini framsóknarmaður í borgarstjórninni skuli fá stjórnunarvald að hálfu við Sjálstæðisfl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband