Kynþáttafordómar

Sveinn Arnarsson skýrði á blogginu frá nafnlausu bréfi sem honum hafði borist í pósti sem fjallaði um öfgafulla kynþáttafordóma í garð múslíma.Þetta er vel þekkt aðgerð rasisma meðan þeir eru að kanna hljómgrunn fyrir skoðunum sínum.Liggja í leyni og bíða færis.Í grein sem ég skrifaði nýlega hér á blogginu sem bar heitið rasismar var ég með ákveðin varnarorð til viðkomdi yfirvalda að gera strax skipulegar aðgerðir varðandi hömlulaust flæði útlendinga til landsins.Hér þarf að vera öflug móttökustöð og íslensku kennsla fyrir alla útlendinga,sem hingað koma til lengri eða skemmri dvalar.Starfsmannaleigur eru ekki undanskildar.Við verðum að reyna stilla saman eftir föngum fjölda innflyjenda við þau atvinnutækifæri sem eru til staðar á hverjum tíma.Við eigum að sýna í verki að allir nýbúar séu velkomnir hingað.Þeir eiga að vera vel upplýstir um öll sín réttindi hér og fá aðstoð viðkomandi stéttarfélaga ef á þeim eru brotin starfsréttindi. 

Ef okkur tekst að halda vel utan um málefni nýbúa,sem dvelja hér í lengri eða skemmri tíma þá dregur mikið úr hættu kynþáttafordóma.Rasismar kinda undir átökum milli  á ólíkra trúar og menningarheima.  Þá verður það oft hlutskipti nýbúa að vera í láglaunastörfum  ,sem ekki fá atvinnu við sitt hæfi.þar finna rasismar sér líka tilefni til að skapa hatur og hvers konar ósætti.Þeir sem vilja óheft flæði nýbúa inn í landið eru að kalla yfir okkur ástand,sem okkar fámenna þjóðfélag ræður engan veginn við.Við sem viljum hafa hemil og bera ábyrgð á þessu flæði útlendinga inn í landið erum þeir sem best vilja búa að þeim.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband