Hef skömm og fyrirlitningu á lýðskrumunum,sem gera aðför að krónunni sagði Davíð Oddsson.

Þeir sem ekki hafa tiltrú lengur á krónunni eru að mati Seðlabankastj.lýðskrumarar sem hann hafi skömm og fyrirlitningu á.Þetta kom fram í viðtali við Davíð í ríkisstjónvarpinu í kvöld.

Þannig ávarpar Davíð Oddsson meirihluta þjóðarinnar,sem hefur í skoðanakönnunum staðfest,að hún vilji fá traustan gjaldmiðil eins og evruna..Þá hafa m.a.aðilar vinnumarkaðarins,fyrirtæki og bankar marg ítrekað að krónan sé ekki lengur nothæfur gjaldmiðill.Sem betur fer tekur þjóðin harla lítið mark á svona ummælum,þau sanna aðeins hvaða mann Seðlabankastjóri hefur að geyma.

Þjóðin getur dregið ýmsa lærdóma af svona ummælum.Það virðist þurfa mikla ósvífni og reyndar einfeldni líka að viðhafa svona orð. Á hvaða vegferð er þjóðin með svona skipstjóra í brúnni ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Kristján

Þú hefur lög að mæla og hér mælir mikill sjálfstæðismaður og kollegi þinn.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að átta sig á að 60% þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn vilja aðildarviðræður við ESB og evruna.

Gorbachef sagði eitt sinn að lífið refsaði þeim sem koma of seint. Þetta ættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins að hafa í huga.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.9.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

..og hversu á maður að vænta af manni sem er á morfíni dagin út og daginn inn...það var greinilega ekki nóg fyrir hann að vera "stoned" alla daga sem hann hafði tíma þegar hann var ungur..

...gott kjaftavit og í botninn bara venjulegur asni.. 

Óskar Arnórsson, 20.9.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband