Mótmælafundir geta breyst í harðvítug og blóðug átök v/upptöku og frystingar sjóða og verðbréfa.

Mikil heift er í þjóðfélaginu vegna frystingar á sparifé í sjóðum og verðbréfum í bönkunum.Þetta virkar eins og upptaka á fjármunum fólks án nokkurs fyrirvara.Ríkið þjóðnýtir bankana,þar sem umsvif þeirra og skuldsetningar er komið margfalt yfir þau mörk,sem Seðlabankinn ræður við.Ríkisstjórninni var löngu kunnugt um að hverju stefndi,bæði frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum og frá  ýmsum innlendum og erlendum  aðilum höfðu viðvörunarljós blikkað s.l. þrjú ár en ekkert gerðist af hendi ríkisstjórnarinnar.Bankarnir óðu áfram blindir af græðgi,nýttu sér ódýr lán og settu upp banka erlendis,sem ekki voru eignarlega aðskyldir frá heimabönkunum á Íslandi.Þeir bankar hafa verið teknir eignanámi nú af yfirvöldum viðkomandi ríkja.

Verði ekki umdæddir sjóðir og verðbréf einstaklinga og félaga í bönkunum afhentir eigendum sínum mun koma til harðvítugra átaka.Fjölmennir útifundir og mótmælagöngur munu ekki virða fyrirmæli lögreglu vegna þeirrar miklu heiftar ,spillingu og óheiðarleika sem undir býr.Að nokkir bankar og fjármálaóreiðumenn skuli hafa náð að setja þjóðina á hausinn í ásýnd lögboðinna eftirlitsaðila og ríkisstjórnarinnar.Maður gat skilið að svona hlutir gerðust hjá einræðisherrum úti í heimi,en ekki litla " saklausa "Íslandi.Málið er svo gafalvarlegt,að við eigum að fá strax erlendis frá færustu sérfræðinga á sviði fjársvika - og lögreglumála til að rannsaka allar hliðar þessara mála.Slíkar rannsóknir undanskilja ekki fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnir,Seðlabankann,Fjármálaeftirlitið,stjórnendur og endurskoðendur bankanna,fjármálaráðuneytið o.fl.viðkomandi aðila.

Eitt það ljóasta í þessum ferli og er þó af nógu að taka var skipulögð aðför bankanna að sparireikningum landsmanna,að fá þeim breytt í sjóði og verðbréf á þeim forsendum að þar fengju þeir betri ávöxtun.Hundruð manna á vegum bankanna toku þátt í þessum aðgerðum með upphringingum og viðtölum í stórverslunum.Hverjir afhentu þessum útsendurum kennitölu  viðkomandi sparireikninga ? Náttúrlega bankarnir. 

Þá er fólki neitað að greiða út af persónulegum sjóðum og verðbréfum af húsnæðislánum.Þá er fólki gert að greiða 2% við niðurgreiðslu lána.Er nokkur furða þó þjóðin vilji sparka þessum bönkum út í hafsauga,reyndar má öll stjórnsýlsan sem á hlut að þessum málum fylgja með. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband