Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn verði sameinuð - Nýr seðlabankastjóri verði ráðinn.

Það er öllum orðið ljóst,að þessar stofnanir hafi gjörsamlega brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart rekstri bankanna. Aleiðingarnar eru eru verri og meiri,en nokkur önnur kreppa sem hefur yfir landið gengið.Þó ljóst væri,að starfsem bankanna væri orðin margfalt umfangsmeiri en fjármunir Seðlabankans gætu staðið undir voru engar aðgerðir af  hendi eftirlitsaða þ.e.Fjármálaeftirlitinu né Seðlabankans.Fyrrverandi ríkisstjórnir og sú sem nú situr og eftirlitsaðilar sátu með hendur í skauti aðgerðarlausir þó vitað væri að velta bankanna erlendis væri orðin tífalt hærri en Seðlabankinn gat ráðið við.

Núverandi ríkisstjórn kennir heimskreppunni um allt sem útskeiðis hefur farið,þó tvær megin ástæður séu aðalorsakavaldar þess ástands, sem við búum nú við og á eftir að versna.Sú fyrri er örmyntin okkar,sem var strax borin von að gæti flotið í heimsviðskiptum eins og dæmin sanna og hins vegar að erlend viðskipti bankanna væru að fullu aðskilin frá innlendum rekstri þeirra til að tryggja hagsmuni ísl.ríkisins.

Þetta eru lýsandi dæmi um vanhæfni og stjórnleysi undanfarinna ríkisstjórna,en þarna ber þó Sjálfstæðisfl.höfuðábyrgð,sem hefur setið 17 ár samfleytt í ríkisstjórn.

Nú er  tímabært að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið á ný og gera að einni stofnun eins og það var áður.Einn sérmentaður fjármálasérfræðingur verði ráðinn seðlabankastj.með sérhæft starfslið sér við hlið.Þetta verður að gerast strax,áður en erlendum lánum verði ráðstafað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband