Þjóðargjaldþrot með 2,8 þúsund miljarða skuldabagga - 3500 fyrirtæki í gjaldþrot.

15o miljarða halli á fjárlögum 2008  -  áætlað er að 17 - 20 þúsund manns verði atvinnulausir - skuldir (verðtryggingar íbúðarlána) yfir 30 þúsundir heimila umfram eignir -  tugþúsundir verða gjaldþrota - ætla má að 3500 fyrirtækja fara á árinu í gjaldþrot - heildarskuldir ársins verða 2,4 - 2,8 þúsund miljarðar kr.sem gerir um 7-8 miljónir kr.á hvern einstakling í landinu.

Verst af öllu við þessar aðstæður er að engin aðgerðaráætlun kemur frá ríkisstjórninni.Fyrirtæki og fólkið í landinu hefur ekki lengur fast land undir fótum.Engar upplýsingar koma heldur frá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn þeim víðtæku meintu þjófnuðum bankanna,sem hafa gert landið gjaldþrota.Kannski er þetta ein samofin glæpaklíka fjármálafyrirtækja og stjórnsýslunnar,sem lét þetta allt saman ganga yfir þjóðina. af yfirlögðu ráði. Yfir 100 dagar eru síðan bankarnir voru teknir yfir,en formleg sakarrannsókn er ekki en hafin.Hverjum er verið að þjóna ?Þeir eru ennþá að róta yfir skítinn úr sjálum sér.Eina von þjóðarinnar til að losna undan þessu fári er að fram fari þingkosningar sem allra fyrst.Þá fyrst getum við stígið á hemil græðginnar og totímt henni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband