Nú er kominn tími á utanþingsstjórn - Löggjafarþingið hefur engar úrlausnur.

Þegar þjóðargjaldþrot vofir yfir verðum við rýmka lýðræðið og efla frelsið.Framkvæmdavaldið er nánast allsráðandi enda sitja ráðherrar þess beggja megin borðsins með löggjafarvaldinu.Flokksveldið hefur ráðið ríkjum,lýðræði hér  að mestu nafnið eitt eins og Stjórnarskráin ber ljóslega með sér.

Utanþingsstjórn valinkunnra sérfræðinga,sem hafa ekki setið á alþingi ættu m.a.að gera veigamiklar breytingar á eignar og nýtingarétti auðlenda  til lands og sjávar.Þá yrði landið gert að einu kjördæmi til að jafna vægi atkvæða.Allar sameignir þjóðarinnar væru lögbundnar í Stjórnarskrá lýðveldisins.

Slík utanþingsstjórn gæti setið a.m.k.eitt ár  og séð til þess að rannsóknir á meintum efnahagsbrotum s.l.8 ár yrðu fullrannsökuð.Þar yrðu þingmenn og ýmsir embættismenn ekki undanskyldir frekar en yfirmenn og eigendur bankanna.Við verðum að breyta  auðhyggjuásýnd græðginnar og þeirri stjórnmálafíflhyggju,sem er eins og illkynjað þjóðarmein. Hinar innbyggðu meinsemdir frjálshyggju kapitalisma hafa allar ratað hingað.Þjóðin mun ekki láta lemja sig linnulaust,hún mun hugsa skýrt, rökrétt og óhlutdrægt.Þeir stjórnmálamenn,sem setið hafa á löggjafarþinginu undanfarin ár eiga ekkert erindi þangað framar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg eins og talað út úr mínu hjarta.  Alþingi virðist vera lamað og því þarf að koma á laggirnar neyðarstjórn hæfra sérfræðinga.

Heyr, heyr!

Gísli (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband