Allt í óvissu um uppgjör við glæpagengin - Endanlegt uppgjör við bankana getur tekið 7 ár.

Það er formaður skilanefndar Landsbankans,sem telur að taki allt að 7 ár að fá endanlegt uppgjör bankans fram í dagsljósið,svipað er ástatt með aðra banka.Gegnsæið allt upp á borðið sögðu ráðhr.fyrrv.ríkisstjórnar.Blekkingar,leyndin og lygavefurinn heldur samt áfram.Þeir sem gerðu okkur gjaldþrota hafa ennþá mikil fjárhagsleg áhrif,hafa ekki einu sinni verið formlega yfirheyrðir og fyrirskipað að skila fjármunum bankanna  til þjóðarinnar.Við erum sýnilega enn fjötruð í auðhyggju og græðgi frjálshyggju kapitalisma,þar sem flestir landsmenn verða þrælar auðkúunnar gróðaveganna vegna þeirra innbyggðu tengsla,sem hann grundvallast á.

Ég hefði viljað sjá alla fyrrv.þingmenn og ráðhr.og  reyndar einnig  núverandi ráðherra og   löggjafarþing  hverfa af vettvangi stjórnmálanna og mynduð yrði utanþingsstjórn.Þeir virtust allir vera meira eða minna bundnir á bás útrásarmanna.Að ljúga að fólkinu í landinu eða falsa fréttir voru orðin dagleg tíðindi fréttamiðla.Þá höfðu" athafnamennirnir  lært á skömmum tíma fjármögnunarleiðir og peningaþvott mafíunnar og nýtt sér nánast  ótakmarkuð vaxtalaus lán frá þeim upp á hundruði miljarða.Mest af þessum viðskiptum fór þó fram undir sýndareftirliti Fjármálaeftirlitsins,Selðabankans og viðkomandi ríkisstjórna.Öllum þessum viðskiptum var þannig fyrir komið  að þjóðin bæri  stærstan hluta skaðans og yrði að draga skuldavagninn ef til bankahruns kæmi.

Tugþúsindir heimila og þúsundir fyrirtækja eiga ekki lengur fyrir skuldum vegna atvinnuleysis, verðtryggingar , vaxtaokurs o.fl sem af þessu leiddi .Þjóðin er í  reynd  þrælar auðkúunnar  gæpamanna.Það er mikil sorg,ótti og vonleysi sem ríkir með þjóðinni.Hún er samt smásaman að verða meðvituð um umfang,orsakir og áhrif þeirra glæpaverka,sem við stöndum frammi fyrir .Þjóðin mun smásaman ná vopnum sínum, varnarlaus  gegn græðgi frjálshyggunnar verður hún vonandi aldrei aftur og hún mun aldrei gleyma þeim ríkisstjórnum,sem opnuðu alla gáttir fyrir þessa þjóðarógæfu frjálshyggju kapitalisma á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Vel mælt. Óttast bara mest heilaþvegna áhangendur spillingarflokkanna. Þeir virðast bara ekki láta sér segjast. Hafa kannski ekki náð að stela nógu miklu?

Davíð Löve., 24.2.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband