Óeðlilegar fyrirgreiðslur til fjölmiðlamanna og þingmanna er hafin í bönkum.

Fyrst spyr maður sjálfan sig hvað séu óeðlilegar fyrirgreiðslur ? Eru það veðlaus og ótímasett bólulán ,krosstengd lán með tíðum nafna og kennitölubreytingum,eignaleyndir og skattaskjóls fyrirgreiðslur, nafnlausir reikningar v/ fíkniefna - og annara ólögmætra viðskipa o.fl.

Rannsóknarnefndin hefur fengið ábendingu frá bankakerfinu,að einhverjir úr hópi fjölmiðla - og stjórnmálamanna hafi hlotið  óeðlilegar fyrirgreiðslur í bömkunum. Verða kennitölur kannaðar með úrtaksvali úr hópi viðskipamanna bankanna.Þá hefur verið kallað eftir upplýsingum frá Alþingi.

Hætt er við að úrtaksvalið renni greitt í gegnum möskvana eða jafnvel fljóti fram hjá.Þetta er merkileg rannsóknarleið.Reyndar er nefndin að afla sér upplýsinga um orsakir og aðdranda hrunsins.

Fyrir áhugamenn um rannsóknir verður áhugavert að fylgjast með henni og jafnframt hvernig óeðlilegar fyrirgreiðslur verða metnar í þessu úrtaksmati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það væri bráðnauðsynlegt að þetta yrði upplýst fyrir kosningar.  Það þyrfti ekki að vera nákvæmt bara nöfn þeirra þingmanna sem fengið hafa fyrirgreiðslu í bönkunum, sem væri yfir eitthverri lámarksupphæð.

Jakob Falur Kristinsson, 11.3.2009 kl. 16:38

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Við skulum rétt vona að fyrir liggi upplýsingar um þessi mál fyrir kosningar.

Kristján Pétursson, 12.3.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband