Bar " skynsemisheimskan " Davíð ofurliði eða fíflhyggja fulltrúa á landsfundinum ?

Þjóðin er vön ýmsum upphlaupum hjá Davíð,en framkoma fulltr.á Landsfundi Sjálfstæðisfl.við ræðu hans vöktu bæði undrun og ótta,enda líkari samkomu ofsatrúarmanna. en stjórnmálafundi.Eftir því sem ádeilur Davíðs  á menn og málefni urðu ómálefnalegri og blind rangsleitni virtist yfirtaka hugarheim hans,var honum nánast klappað lof í lófa  við hverja setningu og áheyrendur stóðu upp til að leggja áherslu á aðdáun sína á Davíð.Þessar þróttmiklu, háværu og vel skipulögðu undirtektir mynnti mann á fundi þriðja ríkisins.Svo virðist sem þessar undirtektir væru skipulagðar samtímis á nokkrum stöðum í fundarsal

Nokkrir fundarmenn yfirgáfu salinn þegar Davíð hóf reiðilestur yfir þeim,sem höfðu verið að endurskoða stjórnsýslu flokksins undanfarin ár.Þessi hundavaðslega uppákoma Davíðs var ekki skipulögð í dagskrá fundarins. Það sem vekur mesta furðu mína er að hátt á annað þúsund landsfulltr.skulu hafa tekið þátt í þessari uppákomu.

Hinn ofurmannlegi innblástur Davíðs í ræðunni kom honum í fótspor Jesú Krist að hans mati,en taldi sig hafa verið hengdan með tveimur seðlabankastórum í stað krossfestingar.Davíð verður að sætta sig við að vera ekki lengur á veldisstóli og að frjáshyggja kapitalisma dó með auðhyggju græðginnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góður pistill. Ég hélt að flestir gætu fundið sín takmörk en það gerðist ekki með þennan mann á þessari samkomu. Sorglegt.

Finnur Bárðarson, 1.4.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband